fbpx
Þriðjudagur 07.febrúar 2023
Fréttir

Meinti lækna-hrottinn á Vestfjörðum bæði sakfelldur og sýknaður – Braut gegn „varnarlausum ungum dætrum“ sínum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. nóvember 2022 17:48

Héraðsdómur Vestfjarða er staðsettur á Ísafirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur er fallinn í máli læknis á Vestfjörðum sem var ákærður fyrir gróf brot í nánu sambandi sem og brot gegn barnaverndarlögum.

Var maðurinn meðal annars sakaður um að hafa beitt eiginkonu sína líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem og að hafa hótað henni því að myrða hana með ofskammti af insúlíni í gegnum fjarstýrða lyfjagjöf og hótað því að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá með þeim afleiðingum að konan varð hrædd við að greina heilbrigðisstarfsfólki frá ofbeldinu sem hann beitti hana. Var ákæran í málinu ítarleg og lýsti meintu hrottalegu ofbeldi, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu sem maðurinn var sagður hafa beitt konu sína.

Eins var honum gefið að sök að hafa beitt þrjú börn sín ofbeldi, meðal annars líkamlegu ofbeldi og innilokun. Var hann sagður hafa slegið börn á fingur þeirra í refsingarskyni, læst þau inni í herbergi og þvottaherbergi og slegið eitt þeirra með flötum lófa í höfuðið í bíl.

Sjá nánar: Læknir á Vestfjörðum ákærður fyrir ofbeldi gegn konu og börnum – Sakaður um að hóta að myrða konuna með lyfjagjöf

Mamma hafi sagt henni pinkulítið hvað hún ætti að segja

Dómurinn féll 11. nóvember og  í honum segir að rannsókn máls hafi byrjað þegar barnsmóðirin kom upp á lögreglustöð og greindi frá því að maður hennar hefði beitt hana ofbeldi um margra ára skeið. Hún sagðist óttast um líf sitt og heilbrigði. Eins hefði hann beitt dætur þeirra líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Maðurinn neitaði sök og taldi málið mega rekja til þess að hann hafi sagt konu sinni að hann vildi skilnað. Hún hafi í framhaldinu hótað því að hann fengi ekki að hitta dætur sínar framar og að hún ætlaði að leita til lögreglunnar.

Ein dóttirin sagði að pabbi hennar væri „vondur“ og hann læsti þær systur inni í herbergi og öskraði á litlu systur hennar þegar hún væri að gráta.  Þær mættu ekki heldur fara út nema með hans leyfi. Dóttirin sagði einnig að pabbi sinn væri ekki góður við móður hennar, hann hefði ýtt henni og slegið hana í andlitið og mömmu liði ekki vel þegar „pabbi gerði þetta við hana“. Hún var hins vegar spurð hvort að einhver hefði sagt henni hvað hún ætti að segja í skýrslutökunni. Um það segir í reifun dómsins:

„Kvað hún mömmu sína hafa sagt sér pinkulítið hvað hún ætti að segja. hafi hún sagt sér að segja frá því að pabbi þeirra systra læsti þær inni“.

Önnur dóttirin greindi líka frá því að hafa verið læst inni og sagði að pabbi sinn væri „alltaf að slá þær systur“ og hann væri ekki góður.

Sagði þetta í grunninn vera tálmunarmál

Maðurinn lýsti því svo fyrir dómi að í raun væri þetta í grunninn tálmunarmál sem byggðist á því að eiginkona hans vildi „græða“ á skilnaði þeirra. Kona hans hafi farið að taka skapofsaköst upp úr 2018 og byrjað að henda í hann hlutum og sýna óöryggi og kvíða. Hún hefði sagt honum að ef til skilnaðar kæmi myndi hún sjá til þess að hann fengi ekki að sjá börnin og myndi ljúga upp á hann ofbeldi til að ná því markmiði.

Neitaði maðurinn sök í flestum liðum en viðurkenndi þó að hafa niðurlægt konu sína í kynlífi en sagði það hafa verið að hennar ósk. Hann kannaðist ekki við að hafa slegið hana með banana heldur sagðist hann oft hafa sagt henni að borða banana til að bregðast við blóðsykurfalli.

Hann kannaðist þó við að hafa slegið dætur sínar á fingurna. Það hafi hann ekki gert í refsingarskyni heldur hafi þetta verið snerting til að hafa áhrif af hegðun.  Hann hefði slegið á fingur þeirra með boginni löngutöng eða vísifingri til að ná athygli þeirra og fá þær til að hætta að slást. Hann kannaðist ekki við að hafa læst dætur sínar inni heldur hefði hann notað uppeldisaðferð sem kallast „time out“ þannig að barn sem var órólegt var látið í einveru stutta stund til að róa sig niður.

Lýsti fjárhagslegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi

Konan sagði manninn mjög stjórnsaman og hafi hann ásakað hana oft og skammað, bannað henni að hitta ákveðna vini og ákveðið hvernig hún klæddi sig. Hann hafi ákveðið hvenær þau fóru á fætur og hvenær matartímar voru. Hann hafi oft beitt þögnum í sambandi þeirra, líkamlegu ofbeldi, slegið dætur þeirra og lokað þær inni. Þetta hafi farið versnandi þar til hún leitaði til lögreglu. Hún hafi verið sett í þá stöðu að þurfa að biðja mann sinn um peninga en hann hefði haft aðgang að bankareikningi hennar og fylgst með eyðslu hennar.

Fjöldi vitna var leiddur fram í málinu og greindu frá því að hafa heyrt af erfiðleikum í hjónabandinu og séð eiginkonuna hrædda og bugaða. Hún hafi greint frá ofbeldi sem hún hafi verið beitt i þó nokkrum tilvikum gegnum árin. Fyrrum nágranni sagðist oft hafa heyrt mikil læti frá íbúð þeirra hjóna en gat eki fullyrt að um ofbeldi hafi verið að ræða. Vitni voru líka leidd fram sem þekktu til mannsins og sögðust þau ekki hafa orðið vör við ofbeldishegðun en að eiginkonan hafi tekið reiðiköst.

Aðeins eitt brot gegn barnsmóður sannað

Dómari rakti að framburður vitna byggðust í nánast öllum tilvikum á endursögn eiginkonunnar eða mannsins. Meðferðar- og stuðningsaðilar sem báru vitni hafi rætt við konuna og börnin eftir að kæra hafði verið lögð fram og þurfi að taka mið að því.

Varðandi meint kyrkingartak sem maðurinn var sagður hafa tekið konu sína, þá lágu fyrir myndir og réttarmeinafræðingur taldi að áverkar á mynd hafi líklega stafað af þrýstingi sem beitt hefði verið af krafti. Því væri þetta tilvik sannað.

Varðandi aðra ákæruliði um ofbeldi gegn konunni þótti dómara það ósannað að því var maðurinn sýknaður.

Þetta eina brot sem hann var fundinn sekur um gegn konunni átti sér stað árið 2014 áður en ákvæði um brot í nánu sambandi var tekið upp í hegningarlög. Því væri ekki hægt að fella brotið eitt og sér undir það ákvæði. Því ætti frekar við ákvæði um líkamsárás en hámarksrefsing við því er sex mánaða fangelsi allt að einu ári og fyrnist sök á tveimur árum. Því væri brotið fyrnt.

Brot gegn varnarlausum ungum dætrum sönnuð

Varðandi brotin gegn börnunum þá væru fyrir liggjandi viðtöl við félagsráðgjafa Kvennaathvarfsins við dæturnar. Þær hafi allar greint frá því að vera ítrekað lokaðar inni í refsingarskyni og slegnar á fingurnar í sama skyni. Deildarstjóri á leikskólanum hafi heyrt þær tala um það sama. Maðurinn hafi einnig viðurkennt að hafa slegið þær á fingurnar. Þessi brot þóttu því sönnuð.

Ekki þótti sannað að hann hefði slegið eina dóttur sína í andlitið þegar hún var lítil. Þóttu þó hin brotin gegn börnunum teljast brot í nánu sambandi.

Í reifun dóms segir:

„Brot ákærða beindist gegn varnarlausum ungum dætrum hans sem upplifað hafa ótta og kvíða í kjölfar brotanna. Misnotaði hann freklega yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþolum. Á hann sér engar málsbætur.“

Var hann því dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þar sem hann hafði að miklu leyti verið sýknaður af þeim liðum sem í ákæru komu fram var hann aðeins látinn greiða þriðjung sakarkostnaðar málsins. Þar hann einnig að greiða barnsmóður sinni vegna ólögráða dætra þeirra miskabætur upp á 1.200.000.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eygló býr á skjálftasvæðinu í Gaziantep – „Átta ég mig á að eitthvað mikið er í gangi og frekar mikið panik“

Eygló býr á skjálftasvæðinu í Gaziantep – „Átta ég mig á að eitthvað mikið er í gangi og frekar mikið panik“
Fréttir
Í gær

Helga barðist við eldinn á meðan sonur hennar hringdi í Neyðarlínuna – „Þetta var hræðileg lífsreynsla“

Helga barðist við eldinn á meðan sonur hennar hringdi í Neyðarlínuna – „Þetta var hræðileg lífsreynsla“
Fréttir
Í gær

Iva Marin fullyrðir að móður hennar hafi verið bolað úr starfi hjá Pírötum vegna þess að hún setti „like“ við skoðanagrein dóttur sinnar

Iva Marin fullyrðir að móður hennar hafi verið bolað úr starfi hjá Pírötum vegna þess að hún setti „like“ við skoðanagrein dóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Bjartsýnin dugði ekki til – Taj Mahal gjaldþrota og aðeins nokkrir tíu þúsund kallar fundust í búinu

Bjartsýnin dugði ekki til – Taj Mahal gjaldþrota og aðeins nokkrir tíu þúsund kallar fundust í búinu