fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Fordæma beitingu einangrunarvistar gegn börnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2022 14:46

Mynd/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir beitingu einangrunarvistar gegn börnum í gæsluvarðhaldi í öllum tilvikum. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að beiting einangrunarvistar gegn börnum sé skýrt brot gegn alþjóðlegum mannréttindalögum og viðmiðum.

Tilkynningin kemur í kjölfar þess að greint var frá því að 17 ára aðili sé í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á árásinni á Bankastræti Club.

„Afstaða samtakanna er skýr þessa efnis. Þegar einangrunarvist er beitt gegn börnum hér á landi brjóta stjórnvöld gegn alþjóðlegu banni við pyntingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Fjöldi alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að fela í sér umrætt bann.“

Amnesty bendir á að rannsóknir sýni að áhrif einangrunarvistar hafi alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra sem henni sæta jafnvel þó aðeins sé um skamma vist að ræða.

„Áhrifin geta falist í svefnleysi, ruglingi, ofsjónum og geðrofi. Á árunum 2012 til 2021 hafa tíu börn sætt einangrun í gæsluvarðhaldi á Íslandi.“

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum frá maí 2020 hafi lýst yfir áhyggjum af því að börn hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi á Íslandi og beint þeim tilmælum til stjórnvalda að aðlaga íslensk lög að alþjóðlegum lagaramma sem leggi bann við beitingu einangrunarvistar gegn einstaklingum undir lögaldri.

„Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld að bregðast við tilmælum nefndarinnar og endurskoða laga- og verklagsramma svo tryggt sé að börn sæti aldrei einangrun í gæsluvarhaldi í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás tengd þorrablóti á Eskifirði

Líkamsárás tengd þorrablóti á Eskifirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekið á gangandi vegfaranda í miðbænum

Ekið á gangandi vegfaranda í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útspil ríkissáttasemjara setti allt á annan endann 

Útspil ríkissáttasemjara setti allt á annan endann 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela kom Frosta til varnar og setti allt á hliðina – „Hvernig væri að fara að skella sér á hlaupabrettið?“

Helga Gabríela kom Frosta til varnar og setti allt á hliðina – „Hvernig væri að fara að skella sér á hlaupabrettið?“