fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Földu lík barnsins síns í plastboxi í þrjú ár

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 25. nóvember 2022 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar í Suður-Kóreu voru á dögunum handteknir vegna gruns um að hafa geymt lík barnsins síns í plastboxi, sem hafði áður að geyma súrsað grænmeti, í þrjú ár. Foreldrarnir eru sagðir hafa sett barnið í boxið er það dó þegar það var einungis 15 mánaða gamalt. Þau höfðu ekki tilkynnt yfirvöldum um andlát barnsins.

Ástæðan fyrir því að barnið fannst í boxinu er sú að foreldrar þess höfðu ekki skráð það í leikskólann. Þá fannst yfirvöldum grunsamlegt að barnið hafði ekki mætt til læknis í langan tíma og ákváðu að handtaka 34 ára gamla móður þess vegna gruns um brot á barnaverndarlögum. Þrátt fyrir að hafa verið handtekin neitaði móðirin að barnið væri í raun og veru dáið, hún hélt því fram að það hefði verið skilið eftir á götunni.

Faðirinn, sem er 29 ára gamall, var svo handtekinn tveimur dögum en þá höfðu yfirvöld fundið barnið í plastboxinu. Boxið sem um ræðir er einungis 34 sentimetrar að lengd, 24 á breidd og 17 á hæð. Í kjölfar þess sem lík barnsins fannst viðurkenndi móðirin að hún og faðir barnsins hefðu falið líkið. Lögreglan rannsakar nú ástæðuna fyrir því að barnið lést en talið er að það hafi gerst á meðan faðirinn var í fangelsi. Þegar hann losnaði út hafi þau bæði svo ákveðið að fela líkið í boxinu.

Foreldrarnir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti 5 ára fangelsisdóm ef þau verða dæmd sek. Samkvæmt Vice gætu þau þó verið dæmd í lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frétta­vaktin: Orka frá vind­­myllum ó­­­traust og notkun megrunar­lyfja tí­faldast

Frétta­vaktin: Orka frá vind­­myllum ó­­­traust og notkun megrunar­lyfja tí­faldast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

TF-SIF á hilluna vegna hagræðingar

TF-SIF á hilluna vegna hagræðingar