fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Þrjátíu og fimm ár liðin frá hvarfi Guðmundar Finns

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. nóvember voru liðin 35 ár frá hvarfi hins tvítuga Guðmundar Finns Björnssonar. Á þessum tímamótum er vakin athygli á Facebook-síðunni Íslensk mannshvörf sem Bjarki Hólmgeir Halldórsson hefur veg og vanda að. Í færslu í tilefni af tímamótunum segir að um sé að ræða eitt dularfyllsta mannshvarf sem orðið hefur á Íslandi en Guðmundur Finnur hvarf þegar hann var úti að fagna tvítugsafmæli sínu og sást aldrei meira.

Fór aldrei inn á skemmtistaðinn

Guðmundur frá Hvannarbrekku í Beruneshreppi og var fæddur þann 19. nóvember 1967, næst yngstur sjö systkina. Hann var búsettur hjá systur sinni í Reykjavík og nam bifvélavirkjun. Hann var reglulsamur og ljúfur drengur sem hann yndi af hverskonar vélbúnaði og átti það til að fara út á Reykjavíkurflugvöll að skoða flugvélar.

Laugardagskvöldið 21. nóvember 1987 fór hann frá heimili sínu ásamt Ragnari bróður sínum og vini hans. Þeir voru að fagna afmæli Guðmundar en hann hafði orðið tvítugur nokkrum dögum áður. Stefnan var sett á skemmtistaðinn Hollywood í Ármúla og tóku þeir sér far þangað með leigubíl. Þegar þangað var komið fóru samferðamenn hans í röðina fyrir utan staðinn en Guðmundur hinkraði við og borgaði leigubílinn. Hann hugðist svo fara inn í röðina hjá bróður sínum en kona sem var á eftir þeim i röðinni mótmælti því og fór Guðmundur aftast í röðina fyrir kurteisis sakir. Guðmundur fór aldrei inn í Hollywood og Ragnar sá bróðir sinn aldrei aftur,“ segir í færslu á Facebook-síðunni.

Guðmundur Finnur Björnsson

Skrítið að slóðin tapaðist skyndilega

Fljótlega hófst umfangsmikil leit og var auglýst eftir Guðmundi í fjölmiðlum.  . Þar var honum lýst sem ljóshærðum, grönnum, 182 sm á hæð með gleraugu. Hann var klæddur í ljós gránn herrafatajakka, ljós gráar buxur, skyrtu, í svörtum skóm og með bindi. Sporhundur sem fenginn var á svæðið rakti slóð Guðmundar frá Hollywood, í gegnum hlíðarnar og út á Reykjvaíkurflugvöll þar sem slóðin hvarf. Snorra Óskarssyni sem hafði umsjón með hundinum fannst það skrítið að slóðin hafi tapast svo skyndilega.

Á Reykjavíkurflugvelli gaf sig fram vitni. Slökviliðsmaður á vakt að nafni Ingvi Guðmundsson hafði orðið Guðmundar var um kl 2:00 aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember þar sem hann var kominn inn á flugvöllinn. Ingvi elti hann inn á völlinn og vísaði honum frá. Að hans sögn kvöddust þeir með vinsemd fyrir utan flugvöllinn og segir Ingvi að hann hafi horft a eftir Guðmundi ganga til austurs í átt að Öskjuhlið. Þetta er það síðasta sem vitað er um ferðir Guðmundar. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fannst aldrei neitt sem útskýrt gat hvarf hans. Þessa nótt var milt og gott veður.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Í gær

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu
Fréttir
Í gær

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu
Fréttir
Í gær

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn skipverjans sem er saknað

Nafn skipverjans sem er saknað