fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Egill segir dóma fyrir ofbeldisverk alltof væga hérlendis – „Að verða fyrir ofbeldi er grófasta frelsissvipting sem til er“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 09:00

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofbeldisglæpir eru á allra vörum í samfélaginu enda hafa borist sláandi fregnir af hnífaárásum og gengjaofbeldi síðustu daga. Þá vakti nýfallinn dómur í héraði nokkra athygli í gær. Hann snerist um hrottalegt ofbeldi sem tveir menn urðu fyrir við vinnu sína á Seltjarnarnesi í sumar en vinnufélagi mannanna réðst á þá fyrirvaralaust með klaufhamar að vopni og endaði árásinn með því að annar þolandinn, Omar Alraham, þríhöfuðkúpubrotnaði.

Sjá einnig: Árásarmaður Omars dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á Seltjarnarnesi

Héraðssaksóknari fór fram á fimm ára fangelsisdóm yfir árásarmanninum en dómstólnum fannst að þriggja og hálfs árs fangelsi væri hæfilegra. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerir dóminn að umtalsefni á Facebook-síðu sinni en þar segir hann að staðreyndin sé sú að dómar fyrir gróft ofbeldi, líkamsmeiðingar og fólskuverk séu alltof vægir hérlendis.

„Að verða fyrir ofbeldi er grófasta frelsissvipting sem til er. Ofbeldismaðurinn tekur ekki bara öll mannréttindi fórnarlambsins heldur líka sjálfsvirðinguna og sjálfstraustið. Margir jafna sig aldrei. Hér tek ég líka með kynferðisofbeldi. Refsingar mega ekki vera svo vægar að líti út fyrir að samfélagið samþykki verknaðinn – kói með ofbeldinu,“ segir Egill ennfremur í athugasemd við færsluna og taka margir undir með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fréttavaktin: Ískaldarkveðjur til vistheimilabarna | Enn á vondum stað í spillingarmálum.

Fréttavaktin: Ískaldarkveðjur til vistheimilabarna | Enn á vondum stað í spillingarmálum.
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðarfarið kemur illa niður á garðyrkjubændum – Mun meiri raforkukostnaður

Tíðarfarið kemur illa niður á garðyrkjubændum – Mun meiri raforkukostnaður