fbpx
Þriðjudagur 06.desember 2022
Fréttir

Jón Arnar dæmdur í fangelsi og þarf að greiða 131 milljón króna sekt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 15:50

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt rúmlega sjötugan mann, Jón Arnar Pálmason, fyrir skattsvik í rekstri einkahlutafélagsins K.S.K. 177 ehf, sem sinnti starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegum prófunum og greiningum. Félagið hafði verið tekið til  gjaldþrotaskipta en meint skattamisferli Jóns Arnars varða rekstrarárin 2020 og 2021.

Sjá einnig: Jón Arnar virðist hafa gert skattsvik að lífsstíl

Jón var dæmdur fyrir að  hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattgreiðslum fyrir um 46,5 milljónir króna og ekki staðið skil á opinberum gjöldum fyrir 26,6 milljónir króna. Meint skattsvik nema því yfir 70 milljónum króna.

Jón Arnar var dæmdur í 24 mánaða fangelsi fyrir brot sín en þar af er 21 mánuður skilorðsbundinn til þriggja ára. Þá skal hann greiða 131.800.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en ef hann er ekki borgunarmaður fyrir þeirri upphæð skal hann sitja í fangelsi í 360 daga í viðbót. Þá þarf Jón Arnar að greiða verjanda sínum 279 þúsund krónur í málsvarnarlaun.

Hér er hægt að lesa héraðsdóminn yfir Jóni Arnari

Þetta er ekki eina skattsvikamálið sem Jón er bendlaður við. Í frétt Vísis árið 2015 var hann sagður vera „margdæmdur skattsvikari“ en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vanskil á virðisaukaskatti í rekstri félagsins Protak. Nam vangoldinn virðisaukaskattur 15 milljónum króna.

Áður hafði hann hlotið skilorðsbundna dóma fyrir skattsvik árin 2011 og 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Vladimir Pútín hafi lent í slysi – Brákaði á sér rófubeinið og varð brátt í brók

Segja að Vladimir Pútín hafi lent í slysi – Brákaði á sér rófubeinið og varð brátt í brók
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin sögð íhuga að þjálfa enn fleiri úkraínska hermenn

Bandaríkin sögð íhuga að þjálfa enn fleiri úkraínska hermenn