fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Fréttir

Árni og Bryndís sýknuð í héraðsdómi í fasteignadeilu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. nóvember 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Bryndís Guðmundsdóttir voru sýknuð í deilu um fasteignaviðskipti í Héraðsdómi Reykjaness en dómurinn var birtur á heimasíðu dómstólsins nú fyrir stundu.

Þakið fór að leka eftir afhendingu

Ágreiningurinn snerist um kaup annarra hjóna á einbýlishúsi Árna og Bryndísar að Kópubraut í Reykjanesbæ í september 2019. Um var að ræða tæplega 350 fermetra einbýlishús sem byggt var árið 2006 en kaupverðið var 110 milljónir króna. Um er að ræða fasteign sem er byggð úr timbri á steinsteyptum sökklum, þakið stallað og klætt með álklæðningu.

Í dómsorði kemur fram að í kaupsamningi hafi legið fyrir upplýsingar um þakleka þegar Árni og Bryndís fluttu í húsið sem og til hvaða ráðstafana hefði verið gripið.

Þegar nýir eigendur höfðu fengið eignina afhenta byrjaði hins vegar að verða vart við leka í vondum veðrum. Niðurstaða skoðana sérfræðinga hafi leitt í ljós að um margþætt vandamál hafi verið að ræða en að endingu fengu stefnendur kostnaðaráætlanir frá nokkrum aðilum  við úrbætur sem nam um 15,5 – 15,6 milljónum króna.

Stefnendur sýnt af sér tómlæti

Málsvörn Árna og Bryndísar byggðist meðal annars tómlæti en þau héldu því fram fyrir dómi að hinir nýju kaupendur hafi ekki upplýst þau sem seljendur um lekann fyrr en 15. ágúst 2020 en fasteignin var afhent þann 1. desember 2019. Þá hafi formleg krafa um vanefndir, sem uppfylli lög og reglur, ekki borist fyrr en 19 mánuðum eftir afhendingu fasteignarinnar. Með þessum drætti hafi stefnendurnir glataði rétti sínum til að bera fyrir meinta galla á fasteigninni.

Þá vísuðu Árni og Bryndís því einnig á bug að um galla á fasteigninni væri að ræða í anda fasteignakauparéttar. Þau sögðust ekki hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína né gefið rangar upplýsingar um ástand fasteignarinnar. Enginn fyrirvari um ástandskoðun hafi verið gerður við kaupin.

Stefnendur hafi nálgast stefndu [Árna og Bryndísi] og sýnt áhuga á að kaupa fasteignina, sem hafi ekki verið sett á sölu. Stefnendur hafi einungis skoðað eignina tvívegis áður en þau gerðu tilboð og hafi strax við fyrstu skoðun verið veittar upplýsingar um þakleka sem hefði komið upp skömmu eftir að stefndu fluttu inn í húsið, hvernig hafi verið gert við þann leka og hvernig viðhaldi þaksins hefði verið sinnt,“ segir málsvörn Árna og Bryndísar.

Enn fremur hafi kaupendurnir ekki lagt fram fullnægjandi sannanir á tjónu sínu vegna hins meinta galla.

Buðust til að taka þátt í viðgerðum

Þá liggur fyrir að Árni og Bryndís hafi boðist til að taka þátt í viðgerðum við þakið, það er að segja „að taka þátt í kostnaði við staðbundnar viðgerðir, aflað tilboðs í framkvæmdir í samræmi við óskir stefnenda um að skipta alfarið um þakefni og setja lektur, og boðist til að greiða vinnulið verksins, aflað uppfærðs tilboðs með sambærilegri sundurliðun efnis-og vinnuliða og finna megi íf yrirliggjandi matsgerð og boðist til að greiða 50% áætlaðs kostnaðar, boðist til að bera ábyrgð og meginkostnað af að skipta um allt þakefni og færa þakið í það horf sem stefnendur óskuðu eftir, á grundvelli samþykktrar verklýsingar og undir eftirliti óháðs eftirlitsaðila, gegn því að stefnendur myndu leggja til fimm milljónir króna.“

Með því að fallast ekki á tilboð Árna og Bryndísar hafi seljendur fyrirgert sér rétti sínum um skaðabætur.

Niðurstaða dómstólsins var að ekki hefði verið sýnt fram á að Árni og Bryndís hefðu vitað eða átt að vita um lekann enda engar sjáanlegar rakaskemmdir innandyra. Þá hafi kostnaður við viðgerðir numið um 6% af heildar kaupvirði eignarinnar og þar með ekki náð 10% gallaþröskuldi sem oft er notaður sem viðmið í dómaframkvæmd. Þau voru þar með sýknuð í málinu og málskostnaður felldur niður.

Hér má lesa ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjaness

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma beitingu einangrunarvistar gegn börnum

Fordæma beitingu einangrunarvistar gegn börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áreitni í gleðskap hafði afdrifaríkar afleiðingar á vinnustaðnum – Brottrekstur, grófar hótanir og rofinn „samskiptasamningur“

Áreitni í gleðskap hafði afdrifaríkar afleiðingar á vinnustaðnum – Brottrekstur, grófar hótanir og rofinn „samskiptasamningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“