fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Helga Dögg nýr rekstrarstjóri hjá Expectus

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. nóvember 2022 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Expectus hefur ráðið til sín Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO) og hefur hún þegar tekið til starfa hjá fyrirtækinu. Hún er með BA í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá sama skóla. Helga Dögg starfaði síðast sem viðskiptastjóri hjá Crayon, alþjóðlegu fyrirtæki í upplýsingatækni með norskar rætur, en þar áður gegndi hún meðal annars starfi markaðs- og fjármálastjóra hjá Microsoft á Íslandi í sex ár.

„Ég er mjög spennt yfir að vera komin til Expectus í þetta lifandi og skemmtilega umhverfi, þar sem saman fara ráðgjöf og upplýsingatækni. Það eru spennandi tímar fram undan og við ætlum okkur að vaxa, sérstaklega í hugbúnaðarhlutanum exMon þar sem stefnan er sett út fyrir landsteinana. Það gerir mig bæði ánægða og stolta að fá að vera hluti af þessu öfluga teymi og taka þátt í að leiða áframhaldandi vöxt inn í framtíðina.“

„Við erum einstaklega heppin að fá Helgu Dögg til að starfa með okkur, hún býr yfir víðtækri þekkingu og mikilli reynslu af því að vinna í upplýsingatæknigeiranum,“ segir Sindri Sigurjónsson framkvæmdastjóri. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“