fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Kristinn ranglega bendlaður við morðið í Ólafsfirði – „Stanslaust helvítis áreiti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. október 2022 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er saklaus. Þetta er búið að vera stanslaust helvítis áreiti með árásum á mig síðan ég fór suður til að sækja vinkonu mína,“ segir Kristinn Kristinsson, sem hefur að undanförnu, að virðist að ósekju, verið bendlaður við dauðsfall Tómasar Waagfjörð, sem stunginn var til bana í íbúð á Ólafsfirði, á aðfaranótt mánudags.

Þrjár manneskjur eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins: Kona sem var húsráðandi í íbúðinni þar sem voðaverkið var framið, en hún leigir íbúðina; eiginkona Tómasar og loks karlmaður sem er vinur eiginkonunnar. Karlmaðurinn og Tómas höfðu átt í deilum vegna eiginkonunnar.

Í mars síðastliðnum birti Tómas myndband þar sem hann segir Kristinn hóta sér lífláti og hóta jafnframt að myrða son hans. Þetta myndband, sem lýsir töluverðri vanstillingu af hálfu Kristins, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarið. Lesendur hafa m.a. sent DV hlekk á myndbandið og sagt að það sýni banamann Tómasar hóta honum. Tveir fjölmiðlar birtu myndbandið í gær án þess að geta þess að Kristinn er ekki grunaður um verknaðinn og er ekki einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins.

Kristinn Kristinsson er íbúi í Ólafsfirði og hann segir það ekkert leyndarmál að hann og Tómas hafi verið óvinir. Ber hann Tómasi illa söguna. Segir hann ofbeldi hafa verið í sambandinu og hann hafi leitast við að vernda vinkonu sína, eiginkonu Tómasar. Kristinn var hins vegar ekki viðstaddur er Tómas lét lífið.

„Ég skoða ekki einu sinni fréttir en svo rak ég augun í þetta þá bara sprakk ég,“ segir Kristinn um viðbrögð sín við fréttaflutningum.

„Ég fæ þessa hnífstungu og endalaust drasl í bakið,“ segir Kristinn ósáttur. „Þetta byrjaði með því að ég bjargaði lífi vinkonu minnar þegar ég sótti hana suður fyrir þremur árum,“ segir hann ennfremur og lýsir áralöngum deilum sínum við hinn látna og fólk sem honum tengist. „Ég tók við henni, vissi ekkert hver þetta var, en frændi hennar hringdi í mig og bað um hjálp.“

„Löggan var þarna fyrr um daginn og hún neitaði að taka hann út af heimilinu,“ segir Kristinn ennfremur um meint átök Tómasar og eiginkonu hans. Segir hann konuna hafa hringt brjálaða í sig og hann hafi sagt henni að koma sér út.

„Þetta var besta vinkona mín og við vorum saman einu sinni,“ segir Kristinn um eiginkonu hins látna.

Kristinn segir að lögfræðingur sinn hafi bannað sér að tjá sig um málið en hann geti ekki orða bundist eftir að hafa verið ranglega bendlaður við voðaverkið. Segist hann aldrei hafa verið handtekinn vegna þessa máls.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskir karlmenn sagðir lifa lengst

Íslenskir karlmenn sagðir lifa lengst
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skotmaðurinn í Miðvangi ósakhæfur – Segir bílstjóra hafa ögrað sér með því að beina bílljósum inn í íbúðina sína

Skotmaðurinn í Miðvangi ósakhæfur – Segir bílstjóra hafa ögrað sér með því að beina bílljósum inn í íbúðina sína
Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Í gær

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sprotinn Treble fær 1,2 milljarða króna í fjármögnun

Sprotinn Treble fær 1,2 milljarða króna í fjármögnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir

Kornungir meintir stórsmyglarar ákærðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn skipverjans sem er saknað

Nafn skipverjans sem er saknað