fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Brynhildur hefur fengið afsökunarbeiðni frá rektor MH – „Ótrúlega áhrifamikið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð (MH) hefur beðið Brynhildi Karlsdóttur afsökunar á því hvernig tekið var á málum eftir að henni var nauðgað af skólabróður fyrir um áratug síðan. Frá þessu greindu Vísir fyrst en í fréttinni kemur fram að Brynhildi hafi verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað betur megi fara í slíkum málum.

Brynhildur sagði í samtali við DV að um ákveðinn persónulegan sigur væri að ræða þó vissulega sé samhengið stærra og enn barátta fyrir höndum. „Það er eiginlega bara ótrúlega áhrifamikið, það að fá viðurkenningu og að einhver axli ábyrgð á þessu.“

Síðustu daga hefur mikið verið fjallað um byltingu sem nú stendur yfir innan veggja MH, en þar hafa nemendur harðlega mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum innan veggja skólans og jafnvel sitja með þeim í tímum.

Tónlistarkonan Brynhildur láði baráttunni lið í gær með grein sem hún birti hjá Vísi þar sem hún greindi frá því hvernig tekið var á málum þegar henni var nauðgað af samnemanda sínum og skólinn hafi ekkert gert nema benda henni á að henni væri frjálst að skipta um skóla. Málið hafi haft mikil áhrif á hana en hún flosnaði í kjölfarið úr námi.

Unnusti hennar, Matthías Tryggvi Haraldsson, ritaði svo aðra grein í morgun þar sem hann gagngrýndi viðbrögð skólastjórnenda við byltingunni, en ljóst væri að rektor og áfangastjóri skólans hefðu „skitið upp á bak.“

Sjá einnig: Ólgan í MH – Matthías sendir rektor væna pillu og segir hann hafa verið „eins og kúk“ í gær

Matthías Tryggvi sagðist í samtali við DV vera ánægður með að rektor hafi nú séð að sér og beðið Brynhildi afsökunar fyrir hönd skólans. Hins vegar sé baráttan ekki búin og nemendur MH eigi hrós skilið fyrir að taka slaginn og gera það málefnalega, jafnvel með málefnalegri hætti en fullorðið fólk geri. Þau eigi eins skilið hrós fyrir að skipuleggja mótmæli innan skólans.

Nemendur MH hafa boðað til mótmæla á morgun, fimmtudag. Þar ætla nemendur að ganga út úr tímum klukkan 11:00 til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning en þar að auki vilja þau knýja fram breytingar á kerfum sem vinna gegn þolendum.

Bjóða þau nemendur allra menntaskóla á landsvísu með sér í að mótmæla fyrir utan MH, eða til að ganga út úr eigin skólum og mótmæla þar fyrir utan. Ætla nemendur að mæta með varalit til að sýna stuðning og hvetja fólk til að koma með auka ef þau hafa tök á því.

Meira má lesa um mótmælin hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu