fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Yfir 1000 íbúar Laugardals skora á borgaryfirvöld – „Börnin okkar eiga betra skilið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. október 2022 10:38

Langholtsskóli, Laugarnesskóli og Vogaskóli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undanfarinn áratug hefur stóraukinn nemendafjöldi þrengt sífellt meir að starfi Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla og er nú svo komið að aðstaða nemenda og starfsfólks er komin langt fram yfir þolmörk.“

Svona hefst lýsing á undirskriftalista sem ber yfirskriftina Stöndum vörð um skólana í dalnum! en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir eitt þúsund íbúar í Laugardalnum og nágrenni skrifað undir á listann. „Við undirrituð, íbúar og áhugafólk um skólastarf í Laugardal, skorum á borgaryfirvöld að samþykkja tillögu um að byggt verði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.“

Í lýsingunni er síðan farið yfir það hversu gott skólastarfið er í hverfinu og að þeir eigi stærstan þátt í því að hafa gert hverfin í Laugradalnum svona eftirsóknarverð meðal barnafólks.

„Skólarnir í Laugardal eiga langa sögu um farsælt skólastarf þar sem mikil ánægja ríkir í skólasamfélaginu, jafnt meðal foreldra, nemenda og starfsfólks. Í skólunum fer fram framsækið og faglegt skólastarf sem hvílir á sterkum grunni hefða og virðingar fyrir réttindum barna og velferð þeirra. Skólarnir í Laugardal eiga stærstan þátt í því að hverfin hafa orðið að eftirsóknarverðum búsetukosti barnafólks og þeir eru eftirsóttir vinnustaðir kennara og annars fagfólks í skólastarfi.“

Forsprakkar undirskriftalistans segja að aðrar tillögur um framtíðarskipan skólastarfs í dalnum beri með sér verulega ágalla, þær séu til þess fallnar að valda miklu raski og jafnvel óafturkræfum skaða á skólastarfi í hverfinu.

„Tillaga um tvo nýja skóla og verulega breytta skólagerð hinna skólanna tveggja myndi stórauka fjarlægð frá heimilum hundruða nemenda til skóla með tilheyrandi umferðarþunga og auka félagslega einsleitni í gerbreyttum skólahverfum. Frekar en að breyta, breytinganna vegna, viljum við að þeim verðmætum, sem felast í farsællri menningu skólanna okkar og mannauði þeirra, verði mætt af virðingu og krefjumst þess því að hafinn verði undirbúningur að viðbyggingum við skóla hverfisins án tafar.“

Eins og fyrr segir hafa rúmlega þúsund íbúar skrifað undir listann en nokkrir þeirra bættu einnig við eigin athugasemdum til borgarstjórnar. „Gerum rétt og vel við börnin okkar og bætum viðbybyggingum við skólana sem eru nú þegar til staðar,“ segir til dæmis Rannveig nokkur með sinni undirskrift. „Það er endalaust verið að byggja í hverfinu, einhversstaðar verða börnin að komast fyrir,“ segir Sigrún nokkur.

„Börnin okkar eiga betra skilið,“ segir kona að nafni Stella á meðan Kári hvetur borgarstjórn til að „rífa sig í gang.“

Sæmundur nokkur segir svo að nú sé komin tími til að framkvæma. „Borgarstjórn, setjið pening strax í fjárhagsáætlun 2023 til þess að verkefnið fari fyrir alvöru af stað. Stækkun skólanna þolir enga bið,“ segir Sæmundur.

Munu þrýsta á borgarráð að hlusta á íbúa ef þess gerist þörf

DV ræddi við Andra Ólafsson, einn af forsprökkum undirskriftalistans, sem segir að skóla- og frístundaráð muni taka ákvörðun um málið í dag. „Svo veit ég ekki hvenær borgarráð tekur þetta fyrir, en við sem stöndum að undirskriftasöfnuninni munum klárlega þrýsta á borgarráð að hlusta á íbúa, geri fundurinn í dag tillögu um annað,“ segir Andri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus