fbpx
Þriðjudagur 06.desember 2022
Fréttir

Krefur Ferðafélag Íslands svara: Ítrekað kvartað yfir fararstjóra en ekkert gert – „Ég talaði við einn þolanda hans um helgina“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. október 2022 17:05

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill styr hefur staðið um málefni Ferðafélags Íslands undanfarna viku eftir að forseti félagsins, Anna Dóra Sæþórsdóttir, sagði af sér embætti og bar stjórn félagsins samhliða þungum sökum í yfirlýsingu.

Þar gagnrýndi hún það sem best verður lýst sem gerendameðvirkni stjórnarmanna, en hún sagði stjórnarmenn hafa beitt sér fyrir því að maður sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni fengi aftur að starfa fyrir félagið, sem og brugðist hafi verið við því er gjaldkeri félagsins var sakaður um áreitni með því að hafa uppi óbeinar hótanir gagnvart fararstjóra ferðarinnar og vinkonu þolanda tilkynnt að það „myndi hafa afleiðingar ef þetta mál yrði rétt frekar.“

Anna Dóra sagði einnig að henni hafi verið kvartað undan því er hún fór að spyrja spurninga um rekstur félagsins og henni sagt að einbeita sér heldur að ferðamálum, náttúruvernd og umhverfismálum.

Sjá einnig: Segir Lækna-Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga þrátt fyrir ásakanirnar – „Hann væri „vinur okkar“ og að „við skulduðum honum““

FÍ sendi félagsmönnum yfirlýsingu í kjölfarið þar sem ásökunum Önnu Dóru var vísað og bug og sagt að það væri hún se væri vandamálið, en hún hefði reynt að fara framhjá lýðræðislegum ferlum og lagt framkvæmdastjórann, Pál Guðmundsson, í einelti.

Sjá einnig: Segja Önnu Dóru hafa verið vandamálið – Formlega sökuð um einelti gegn framkvæmdastjóranum

Svar við „ömurlegu bréfi“

Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra Rótarinnar og félagi í Ferðafélagi Íslands (FÍ), hefur sent FÍ harðort svar við þessu bréfi og telur ljóst að FÍ reyni nú að varpa allri ábyrgð á Önnu Dóru frekar en að taka gagnrýnina til sín og taka til í sínum málum.

Krefst Kristín í bréfi sínu svara við nokkrum beinskeyttum spurningum um starfshætti félagsins og viðbrögð þess við ásökunum um kynferðislega áreitni í garð félagsmanna. Kristín gaf DV góðfúslega leyft til að fjalla um færsluna.

Hún skrifar:

„Í morgun sendi ég eftirfarandi bréf á stjórn Ferðafélags Íslands sem svar við ömurlegu bréfi sem stjórnin sendi frá sér um brotthvarf Önnu Dóru Sæþórsdóttur, úr stóli forseta félagsins. Ég hef ekki sagt mig úr félaginu ennþá þar sem ég ákvað að reyna að beita mér sem félagsmaður, krefjast svara og mæta á félagsfund sem boðaður hefur verið 27. október en skil mjög vel fólk sem hefur sagt sig úr félaginu“

Síðan deilir Kristín bréfinu sem hún sendi FÍ en þar má finna þungar ásakanir um viðbragðsleysi félagsins við alvarlegum kvörtunum í garð tveggja nafngreindra einstaklinga sem annars vegar starfa á vegum félagsins og hins vegar starfa í stjórn þess.

Sá sig knúna að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum

„Sæl Sigrún og stjórn FÍ.

Ég sem félagi í FÍ til langs tíma, og sl. ár þátttakandi í Kvennakrafti, sé mig knúna til að lýsa gríðarlegum vonbrigðum yfir viðbrögðum stjórnar við yfirlýsingu Önnu Dóru Sæþórsdóttur fv. forseta félagsins. Anna Dóra hefur skapað sér gott orð í öllum sínum störfum og yfirlýsing hennar og afsögn hefði átt að kalla á miklu faglegri og virðingarfyllri viðbrögð.“

Þannig hefst bréfið sem Kristín hefur sent FÍ og birt opinberlega á Facebook síðu sinni. Kristín segir ljóst af yfirlýsingum stjórnar að lítill skilningur sé meðal stjórnarmanna um ofbeldismenn og afleiðingu þess að ekki sé tekið á málefnum þeirra á markvissan hátt með hag þolenda í huga.

„Í stað þessa að sýna þolendum fararstjóra félagsins, sem ég veit að eru þónokkrir, þá virðingu að sinna þessum málum af kostgæfni virðist sem samhygðin liggi hjá þeim sem næst standa stjórnarmönnunum, þ.e. gerendum sem sumir virðast hafa fengið ný tækifæri til brjóta af sér“

Sjá einnig: Lýsir afskiptum Ferðafélags Íslands af ásökunum hennar í garð Helga – „Ég ætla ekki að þegja lengur“

Skapar hættu á hagsmunaárekstrum

Kristín minnir á að markmið félagasamtaka sé að vinna að almannahagsmunum. Af viðbrögðum stjórnar mætti þó heldur ætla að tilgangur stjórnar FÍ sé að gæta eigin hagsmuna. Eins bendir hún á að flestir stjórnarmenn starfi einnig fyrir félagið og skapi það hættu á hagsmunaárekstri.

„Með smá skoðun á vef félagsins sést að flestir í stjórninni starfa einnig fyrir félagið, þó það sé ekki aðalstarf stjórnarmannanna. Slík staða skapar hættu á hagsmunaárekstrum og er mjög mikilvægt að gagnsæi ríki um alla hagsmuni og hægt sé að ræða þá á opinn og gagnsæjan hátt. Þess vegna er það mjög alvarlegt ef æðsti stjórnandi félagsins hefur fundið fyrir hindrunum í aðgengi að fjármálaupplýsingum félagsins.“

Fjöldi kvartana vegna fararstjóra

Kristín segist hafa vitneskju um það að fjöldi kvartana hafi borist FÍ vegna fararstjóra hjá félaginu. Engu að síður sé umræddur maður enn að störfum.

„Ég talaði við einn þolanda hans um helgina og sú kona sendi inn formlega kvörtun vegna mjög alvarlegs atviks í ferð með honum fyrir nokkrum árum en fékk aldrei svar frá félaginu. Ég er hér að tala um Hjalta Björnsson. Ég get upplýst að mér hafa einnig borist fjöldi svipaðra sagna af Hjalta af öðrum starfsvettvangi og átti ég langt samtal við annan þolanda hans um helgina. Það mál kom til kasta Embættis landlæknis.“

Krefst svara við beinskeyttum spurningum

Óskar Kristín því svara við nokkrum áleitnum spurningum. Svo sem um viðbrögð framkvæmdastjóra og eins stjórnarmanns við því að sá síðarnefndi var sakaður um ósæmilega hegðun. Hún nafngreinir báða aðilanna. Annar þeirra er Hjalti Björnsson sem er fararstjóri sem starfar innan félagsins og hinn er Pétur Magnússon, gjaldkeri stjórnar.

  1. „Var fráfarandi forseta félagsins gert erfitt fyrir að afla sér upplýsinga um fjármál félagsins og gert að sitja undir gagnrýni stjórnar fyrir að spyrja of margra spurninga um fjármál? Hvaða forsendur geta mögulega réttlætt slíkar girðingar að upplýsingaaðgangi?
  2. Hversu mörg erindi hafa borist félaginu vegna atvika sem tengjast Hjalta Björnssyni?
  3. Ef verkferlum hefur verið fylgt í þessum málum hvernig stendur á því að hann er við störf hjá félaginu þegar í Stefnu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi segir: „Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi eru ekki undir neinum kringumstæðum liðin hjá Ferðafélagi Íslands.“?
  4. Eru kvartanir um áreitni, ofbeldi og önnur atvik skráð með skipulögðum hætti hjá félaginu? Yfirlýsing um að sex slík atvik hafi komið til kasta félagsins á undanförnum árum vekja upp þessa spurningu.
  5. Loks óska ég erfir skýrum svörum um hvort rétt sé, sem komið hefur fram í fjölmiðlum, að framkvæmdastjóri félagsins og gjaldkeri, Pétur Magnússon, hafi hótað fararstjóra og þolanda í tengslum við ósæmilega hegðun Péturs. Hvernig getur stjórn félagsins látið slíkt viðgangast?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Vladimir Pútín hafi lent í slysi – Brákaði á sér rófubeinið og varð brátt í brók

Segja að Vladimir Pútín hafi lent í slysi – Brákaði á sér rófubeinið og varð brátt í brók
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin sögð íhuga að þjálfa enn fleiri úkraínska hermenn

Bandaríkin sögð íhuga að þjálfa enn fleiri úkraínska hermenn