fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Jón Arnar virðist hafa gert skattsvik að lífsstíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. október 2022 12:30

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega sjötugan mann, Jón Arnar Pálmason, fyrir skattsvik í rekstri einkahlutafélagsins K.S.K. 177 ehf, sem sinnti starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegum prófunum og greiningum. Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en meint skattamisferli Jóns Arnars varða rekstrarárin 2020 og 2021.

Jón er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattgreiðslum fyrir um 46,5 milljónir króna og ekki staðið skil á opinberum gjöldum fyrir 26,6 milljónir króna. Meint skattsvik nema því yfir 70 milljónum króna.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. október næstkomandi.

Þetta er hins vegar engan veginn eina skattsvikamálið sem Jón er bendlaður við. Í frétt Vísis árið 2015 var hann sagður vera „margdæmdur skattsvikari“ en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vanskil á virðisaukaskatti í rekstri félagsins Protak. Nam vangoldinn virðisaukaskattur 15 milljónum króna.

Áður hafði hann hlotið skilorðsbundna dóma fyrir skattsvik árin 2011 og 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“