fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningum barna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningum barna undir 12 ára aldri gegn kórónuveirunni. Eldra fólk er hlynntara þessu en yngra og mesta andstaðan er í aldurshópnum 34 til 55 ára.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Ráðhúsið ráðgjafar og Tölvísi gerðu fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt niðurstöðunum eru 70,5% hlynnt bólusetningum barna en 14,4% eru því andvíg. 11,2% hafa ekki skoðun á málinu.

Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir kyni sést að konur eru eilítið hlynntari bólusetningum barna en karlar en 71,2% kvenna eru þeim hlynntar en 69,6% karla. Karlar eru líklegri til að vera andvígir en 17,9% þeirra sögðust vera andvígir en 11,8% kvenna.

Mesti munurinn er þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir aldri svarenda. Fólk á aldrinum 18 til 34 ára er síst hlynnt bólusetningum barna en 61,2% þeirra eru hlynnt þeim en í aldurshópnum 35 til 54 ára eru 70,5% hlynnt þeim og hjá fólki 55 ára og eldri eru 72,6% hlynnt þeim.

Mesta andstaðan er á meðal 35 til 54 ára en 19,5% fólks í þeim hópi er andvígt bólusetningum barna. Hjá fólki á aldrinum 18 til 34 ára eru 10,2% á móti og það sama á við um fólk 55 ára og eldra.

Könnunin var gerð í desember og janúar og svöruðu 639 manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi