fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fréttir

Margrét segir nýja þróun hafa orðið í málum er varða ásakanir um kynferðisbrot – Hefði gengið fyrir tíu árum en ekki lengur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 08:00

Fimmmenningarnir sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fjölmiðlum í gær þá hafa þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann Eiðsson, Arnar Grant og Þórður Már Jóhannesson annað hvort látið af störfum eða farið í tímabundið leyfi í kjölfar ásakana Vítalíu Lazareva. Hún segir að brotið hafi verið á sér kynferðislega og nafngreindi mennina á Instagram.

Hún kom síðan fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í vikunni og ræddi málið. Í kjölfarið fór málið að þróast hratt og í gær kom fram að fimmmenningarnir hafi látið af störfum eða séu farnir í leyfi.

Samantekt á máli dagsins – Fimm þjóðþekktir karlmenn stíga til hliðar í kjölfar ásakana ungrar konu um kynferðisbrot

Fréttablaðið hefur eftir Margréti Valdimarsdóttur, lektor í afbrotafræði, að sú þróun hafi orðið í málum af þessu tagi að nú stígi menn til hliðar og neiti ekki þeim ásökunum sem eru settar fram. Hún vísaði meðal annars í orð Hreggviðs Jónssonar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér en þar sagði hann meðal annars: „Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu.“

Margrét sagði þessa upplifun hans ekki koma á óvart: „Það er enn þannig að það eru ekki allir með á hreinu að það þarf skýrt samþykki að liggja fyrir öllum kynferðislegum verknaði, annars er það ofbeldi, þannig eru lögin.“

Hún sagðist hafa fylgst lengi með málum af þessu tagi og oft hafi það verið þannig að gerendur neiti sök eða saki þolendur um athyglissýki eða segi þær vera að hefna sín. „Það hefur verið tekið gott og gilt, sérstaklega ef þeir eru í valdamikilli stöðu en nú vita menn að þessi mál fara ekki neitt. Þolendum er trúað. Þessi mál fá athygli og viðhorf almennings hefur breyst,“ sagði Margrét. „Bara þetta, að þarna eru menn af þessu tagi, sem stíga strax til hliðar og eru ekki að neita fyrir að þetta hafi gerst, það er nýtt. Það er orðið skýrt að hitt gengur ekki, það hefði gengið fyrir tíu árum en það gengur ekki lengur,“ sagði hún einnig.

Í yfirlýsingu sem Logi Bergmann sendi frá sér í gær segist hann vera saklaus af þeim sökum sem hafa verið bornar á hann síðustu daga. Hann hafi hins vegar gerst sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í.

Nánar er hægt að lesa um yfirlýsingu Loga í frétt DV frá í gærkvöldi.

Logi lýsir yfir sakleysi – „Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tommi fékk tölvupóst frá konu í gær sem var „nánast hent út úr sinni vinnu“ – „Þetta er ósanngjarnt“

Tommi fékk tölvupóst frá konu í gær sem var „nánast hent út úr sinni vinnu“ – „Þetta er ósanngjarnt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ómar hjólar í Harald og spyr hvað skuli gera þegar auðmenn vilji fjármagna bætur fyrir persónuníð

Ómar hjólar í Harald og spyr hvað skuli gera þegar auðmenn vilji fjármagna bætur fyrir persónuníð
Fréttir
Í gær

Myndband – Slökkviliðsmenn börðust við eld á Framnesvegi

Myndband – Slökkviliðsmenn börðust við eld á Framnesvegi
Fréttir
Í gær

Þetta er konan með íslenska fánann innan um haf af handboltabrjáluðum Ungverjum – „Lifðirðu þetta af?“

Þetta er konan með íslenska fánann innan um haf af handboltabrjáluðum Ungverjum – „Lifðirðu þetta af?“
Fréttir
Í gær

Tveir fangaverðir á Hólmsheiði beinbrotnir og með höfuðáverka eftir árás í fangelsinu

Tveir fangaverðir á Hólmsheiði beinbrotnir og með höfuðáverka eftir árás í fangelsinu
Fréttir
Í gær

„Ef þeir væru með þannig leikmenn væri liðið meðal sigurstranglegustu liðanna“ segir danskur handboltasérfræðingur um íslenska liðið

„Ef þeir væru með þannig leikmenn væri liðið meðal sigurstranglegustu liðanna“ segir danskur handboltasérfræðingur um íslenska liðið
Fréttir
Í gær

Danska pressan um magnaðan sigur Íslendinga – Gestgjafarnir í tómu tjóni á meðan Íslendingar stigu stríðsdans

Danska pressan um magnaðan sigur Íslendinga – Gestgjafarnir í tómu tjóni á meðan Íslendingar stigu stríðsdans
Fréttir
Í gær

„Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“: Þjóðin trylltist eftir leikinn – „Handball’s coming home“

„Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“: Þjóðin trylltist eftir leikinn – „Handball’s coming home“