fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tryggja kaupir Consello

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. janúar 2022 17:12

Guðmundur Hafsteinsson og Lárus Hrafn Lárussson, stofnendur Consello, ásamt Baldvin Samúelssyni, stjórnarformanni félaganna, sem er fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggja ehf. hefur keypt allt hlutafé Consello ehf. af Guðmundi Hafsteinssyni og Lárusi Hrafni Lárussyni, stofnendum Consello.

Engar meiriháttar breytingar verða á starfsemi Consello í framhaldi af þessum kaupum og mun fyrirtækið áfram einbeita sér að óháðri ráðgjöf og miðlun á tryggingum fyrirtækja og stofnanna.

Lárus verður forstöðumaður Consello ráðgjafar og mun stýra verkefnum þess. Guðmundur mun áfram sinna flugtengdum vátryggingum og aðrir starfsmenn fyrirtækjasviða félaganna munu sinna störfum sínum í nafni Consello. Tryggja mun eftirleiðis einbeita sér að sölu sérhæfðra trygginga, endurtrygginga, fjártækni, vöruþróun, bakvinnslu og tjónauppgjörum af enn meiri krafti. Engar breytingar verða á yfirstjórn Tryggja við kaupin.

„Með kaupum á Consello verður alger aðgreining milli sölu annarsvegar og ráðgjafar hinsvegar. Við teljum það til mikilla hagsbóta fyrir viðskiptavini félaganna. Kaupin muni skila verulegri hagræðingu fyrir félögin á ýmsum sviðum og er áætlað að velta félaganna verði um 800 milljónir á næsta ári og að EBITA-hagnaður verði um 100 milljónir, rétt um 40% betri afkoma en ef félögin hefðu verið með aðskilið reiknings- og mannahald. Við fengum reynslumikinn mann til liðs við félagið, Svavar Hjaltested, til að sjá um fjármálastjórn samstæðunnar og byrjaði hann í september. Svavar mun leiða það mikilvæga verkefni að sjá um ferla, fjárreiður og kostnaðaraðhald. Tryggja og Consello veita ráðgjöf með og miðla rúmlega tveimur milljörðum af iðgjöldum á ári og því er mikilvægt að vanda vel til verka enda með frábært starfsfólk með hátt menntunarstig og mikla þekkingu í heimi vátrygginga,“ segir Baldvin Samúelsson, stjórnarformaður félaganna.

Consello hefur nú þegar flutt aðsetur sitt í höfuðstöðvar Tryggja að Stórhöfða 23 í Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus