fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Tímamótafundur ríkisstjórnarinnar – „Við færum ykkur góð tíðindi í dag“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. janúar 2022 11:45

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin kynnir nú afléttingar sóttvarnaaðgerða á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu. „Við færum okkur góð tíðindi í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í upphafi fundarins.

Omikron-afbrigði veirunnar er talið hafa breytt faraldrinum þar sem Covid-sjúkdómurinn virðist miklu minna hættulegri en áður með útbreiðslu hennar. Stefnt er að því að aflétta öllum hömlum á sex til átta vikum.

„Þegar faraldurinn er kominn á þetta stig þá eigum við að taka þetta skref og það er tekið í fullu samráði við okkar fremsta vísindafólk, “ sagði Katrín (Sjá textalýsingu RÚV) Hún varaði við að næstu vikur yrðu erfiðar því afléttingar myndu hafa í för með sér fleiri smit.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra greindi nánar frá afléttingaráætluninni. Fyrsta stig afléttinganna verður eftirfarandi: Eins metra reglan verður tekin upp að nýju og nú mega 50 manns koma saman. Krár, skemmtistaðir og spilasalir fá að opna á ný. Opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir. Nú má halda 500 manna viðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Opnunartími verður til 23 og allir gestir þurfa að yfirgefa staðina á miðnætti. Leyfilegt verður að hafa 50 manns í hólfi á stöðunum.

Willum fór ekki leynt með gleði sína yfir því að nú væri bjart framundan í baráttunni við faraldurinn. Raunar sagði hann að þetta væri eitt það „bjartasta sem ég hef séð.“

Katrín sagði að líkur væru á því að öllum aðgerðum yrði aflétt um miðjan mars.

Nýju afléttingarnar taka gildi á miðnætti og um þær má lesa nánar hér.

Eftifarandi eru breytingarnar frá og með miðnætti (29. janúar):

 • Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns.
 • Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra.
 • Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu.
 • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði verði heimilt að hafa opið með 75% afköstum.
 • Íþróttakeppnir verði áfram heimilar með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný.
 • Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns.
 • Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný.
 • Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina kl. 00.00.
 • Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum.
 • Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á.
 • Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“