fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Reyndi að nauðga nágranna sínum eftir húsfund – Fékk áfall þegar hún sá hurðina skorðaða með spýtu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. janúar 2022 18:05

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. Í dómnum er því lýst að fólkið hafi verið saman á húsfundi fyrr um kvöldið. Að fundinum loknum urðu nokkrir eftir á tali í stigagangi hússins. Er brotaþoli og sá dæmdi voru ein eftir bauð maðurinn konunni að koma inn að skoða íbúð sína en hann hafði nýverið lokið við að gera hana upp. Þegar inn var komið lokaði maðurinn á eftir þeim, tvílæsti hurðinni og læsti aftur með keðju.

Bar þeim saman um að þau hefðu drukkið nokkra bjóra og tekið skot af sterku víni. Eftir að maðurinn hafði skotist út í búð til að kaupa tóbak varð konan vör við að hann hefði sett spýtu undir hurðarhún útidyrahurðar íbúðarinnar svo að ekki væri hægt að opna dyrnar. Henni hafi brugðið við að sjá það.

Mun maðurinn hafa þá orðið ágengur, leitað á konuna, flett fötum af henni og meðal annars sleikt brjóst hennar og ýtt henni upp í rúmið sitt. Konan sagði manninn þá jafnframt hafa sett fingur í tvígang inn í leggöng hennar.

Á brjóstum konunnar fannst DNA úr manninum sem dugði til að sanna þann þátt máls. Hins vegar þótti dómnum ekki sannað að maðurinn hefði sett fingur í leggöng konunnar án samþykkis hennar. Í dómum Hæstaréttar hefur sú lína verið dregin að fara þarf inn í leggöng konu til þess að brot teljist nauðgun, en ekki kynferðisleg áreitni.

Maðurinn hleypti að lokum konunni út sem hringdi þá í Neyðarlínuna. Samskipti konunnar voru meðal gagna málsins, sem og eitt símtal mannsins í Neyðarlínuna. Mun maðurinn hafa hringt þangað til þess að „tilkynna undarlega hegðun brotaþola,“ eins og því er lýst í dómnum.

Fjölmargir báru vitni fyrir dómi, en auk brotaþola og ákærða gáfu systir konunnar, lögreglumenn, læknar og sálfræðingur konunnar skýrslu.

Þótti framburður konunnar stöðugur og trúverðugur fyrir dómi og taldi því dómnum sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni með fyrrgreindri hegðun. Maðurinn neitaði sök að öllu leyti.

Sem fyrr segir skal maðurinn sæta fangelsi í níu mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skal maðurinn greiða konunni 800 þúsund í miskabætur auk sakarkostnaðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“