fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hættið þessu væli Íslendingar!

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 05:58

Erum við bara að væla?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það varð allt brjálað á Íslandi þegar Danmörk tapaði 30-29 fyrir Frakklandi á miðvikudagskvöldið. Úrslitin þýddu að Ísland komst ekki í undanúrslitin og því telja margir Íslendingar að Danir hafi tapað viljandi. Að sögn vegna þess að Danir vilji frekar mæta Spánverjum í undanúrslitunum en Svíþjóð sem hefði verið andstæðingurinn ef Danir hefðu unnið Frakka.“

Svona hefst pistill eftir Jan Jenssen íþróttafréttamann hjá danska Ekstra Bladet. Tilefni skrifa hans er auðvitað sú múgæsing sem virðist hafa gripið um sig meðal íslensku þjóðarinnar eftir tap Dana gegn Frökkum á miðvikudaginn en hún hefur ekki farið fram hjá Dönum. Hafa margir Danir nánast verið orðlausir yfir viðbrögðum Íslendinga sem hafa sumir hverjir haft í hótunum við leikmenn danska liðsins en svívirðingar, ásakanir um svindl og jafnvel morðhótanir hafa dunið á þeim á samfélagsmiðlum. Þá fjölluðu danskir fjölmiðlar um þá ákvörðun Hagkaupa að fresta Dönskum dögum.

„Ég vil hvetja hina mörgu reiðu Íslendinga til að slaka á. Það var ekkert í þessum leik sem benti til þess að Danir hafa gengið inn á völlinn til að tapa. Þvert á móti voru þeir miklu betri en Frakkar í 48 mínútur og það voru bara léleg skot á mark, tæknimistök og vörn, sem átti í vök að verjast, sem gerði að verkum að Frakkar unnu,“ segir hann og bætir við:

„Það var fyrra atriðið. Hitt er að Nikolaj Jacobsen hafði tilkynnt fyrir leikinn að nú væri það undanúrslitaleikurinn sem athyglin beindist að. Af þeim sökum hvíldi hann Mikkel Hansen, Mathias Gidsel og Magnus Saugstrup. Hann hefði getað still upp sterkara liði á móti Frökkum. Hann ákvað að gera það ekki. Það er fullkomlega heimilt. Danmörk skuldar Íslandi ekki neitt. Ekki annað en virðingu fyrir frammistöðu þeirra á mótinu með kórónuveikt lið. En hættið nú þessu væli.“

Hann segir síðan að það sé algjört skot fram hjá marki að nú dynji svívirðingar á dönsku leikmönnunum og þjálfurum liðsins á samfélagsmiðlum. Þeir fái athugasemdir um útlit sitt og framkomu, séu sakaðir um að hafa samið um úrslit leiksins fyrir fram og í versta falli hafi Jacobsen verið hótað lífláti.

„Það voru engir Danir sem rifust fyrir tveimur árum á EM í Svíþjóð. Þá hefði Ísland getað hjálpað Dönum að komast áfram upp úr riðlakeppninni með því að sigra Ungverjaland. En það gerði Ísland ekki. En það var ekki viljandi. Það er þannig í handbolta, eins og öðrum íþróttagreinum, að það fer ekki alltaf eins og maður vill. Þess utan átti Ísland möguleika á að koma sér í undanúrslitin án aðstoðar frá Dönum. En tapið fyrir Króatíu kom breytti því. Leikur sem lengi leit út fyrir að Ísland myndi vinna . . .“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus