fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Brjálaðir Íslendingar hella sér yfir danska stjörnu – „Þetta virðist vera venjulegt fólk“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 07:00

Jacob Holm í baráttu við Karl Konan í leiknum gegn Frakklandi á miðvikudaginn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að Ísland komst ekki í undanúrslit EM í handbolta að þessu sinni. Eftir tap liðsins gegn Króötum var eina vonin um að komast í undanúrslitin sú að Danir myndu sigra Frakka í lokaleik riðilsins en svo fór ekki. Í kjölfarið hafa leikmönnum og þjálfurum danska liðsins borist fjöldi grófra skilaboð þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum og sakaðir um að hafa samið um úrslit leiksins fyrir fram.

Einn þeirra leikmanna sem hefur fengið skilaboð af þessu tagi er Jacob Holm. Í samtali við B.T. sagði hann að honum hafi borist „rúmlega lófafylli“ af slíkum skilaboðum. Hann sagði að sumir liðsfélagar hans hafi fengið fleiri skilaboð en hann og sagðist ekki skilja í þessu.

„Ég verð alltaf reiður yfir að fólki geti dottið svona í hug. Ég verð svo hissa á þessu þegar ég skoða prófíla þeirra sem senda svona. Þetta virðist vera venjulegt fólk sem skrifar svona. Það er furðulegt og ég er hissa á þessu,“ sagði hann og nefndi dæmi um innihald skilaboðanna sem honum hafa borist: „Þeir skrifa að ég sé „cunt“, að við höfum samið um úrslitin fyrir fram og að við séum „rasshausar“.“

Holm spilaði einna best af dönsku leikmönnunum gegn Frakklandi og honum finnst ekki mikið til þeirra koma sem saka Dani um að hafa tapað viljandi. „Það er algjörlega út í hött. Það tengist raunveruleikanum ekki neitt. Við ætluðum að gera allt sem við gátum til að vinna leikinn og við vildum gera allt sem við gátum til að slá Frakka úr keppni. Það gátum við bara ekki síðustu 10 mínúturnar. Við erum enn fúlir yfir því en við hlökkum til undanúrslitanna.“

Þegar hann las skilaboðin sem honum bárust á samfélagsmiðlum leyndi sér ekki að sendendurnir voru af íslensku bergi brotnir. „Ég hef fengið skilaboð eftir leiki í Búndeslígunni en þau eru oftast frá fólki sem hefur tapað peningum en þessi snerust meira um þjóðarstolt. Ég er ekki sérfræðingur í íslenskum eftirnöfnum en það var greinilegt að það voru Íslendingar sem sendu þessi skilaboð,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk