fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af en náðist á hlaupum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 06:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt sinnti ökumaður ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hún hugðist hafa tal af honum í Garðabæ. Hann reyndi að stinga af og hófst þá eftirför. Skömmu síðar stöðvaði ökumaðurinn og hljóp frá bifreiðinni en hann fannst skömmu síðar og var handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fleiri brot. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fimm aðrir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar var með meint fíkniefni í fórum sínum. Bifreið þess þriðja var fjarlægð með dráttarbifreið þar sem ökumaðurinn vildi ekki heimila lögreglunni að færa bifreiðina af akbrautinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala