fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Fréttir

Íslendingar hrauna yfir Danmörku – „Ógeðsleg þjóð og land og smurrebrauðið þeirra er vont“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 10:24

Myndin er samsett - Mynd af Nikolaj Jacobsen: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru óvenju margir Íslendingar sem héldu með Danmörku í leik þeirra gegn Frakklandi á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi. Ástæðan fyrir því er þó einföld því Ísland þurfti á sigri Dana að halda til þess að komast í undanúrslit.

Þegar Danmörk komst yfir í leiknum og hélt yfirhöndinni fram að hálfleik voru flestir farnir að hugsa um Ísland í undanúrslitunum og jafnvel í úrslitaleiknum. Það var skiljanlegt enda virtist Danmörk ætla að sigla sigri frekar auðveldlega í höfn.

En þegar seinni hálfleikurinn fór mátti sjá alls kyns óskiljanlegar ákvarðanir hjá Nikolaj Jacobsen, þjálfara danska liðsins. Hann tók til dæmis Kevin Møller, markmann liðsins, út af í hálfleik þrátt fyrir að hann væri búinn að standa vaktina í rammanum með sóma. Svo fór hann að taka fleiri lykilmenn út af þegar leið á hálfleikinn, þrátt fyrir að Frakkland væri að fá vind í seglin sín.

Að lokum virtist vera sem þeir dönsku væru vísvitandi að kasta sigrinum frá sér. Á lokamínutunum náði Frakkland að jafna og þá ákváðu dönsku leikmennirnir að skjóta lengst yfir í nánast hverju skoti. Á endanum komst Frakkland yfir og sigraði leikinn, Íslendingum til mikillar gremju þar sem það þýddi að íslenska liðið væri úr leik í mótinu.

Gremja Íslendinga miðaðist þó að engu leyti að Frakklandi heldur frekar að Dönum, enda áttu þeir að vinna þennan leik auðveldlega. Á samfélagsmiðlinum Twitter fór fólk að hrauna yfir danska liðið og jafnvel dönsku þjóðina í heild sinni fyrir tapið.

Reiði Íslendinga var meira að segja svo mikil að hún vakti athygli danskra fjölmiðla.

Sjá einnig: Danir tjá sig um leikinn í gærkvöldi – „Hvað hafa Íslendingar fært okkur annað en vonbrigði . . . og ekkert?“

Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja eftir að Danmörk tapaði í gær:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flassari í Laugardal veldur usla – „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105“

Flassari í Laugardal veldur usla – „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105“
Fréttir
Í gær

Aldís kærir Agnesi fyrir meiðyrði – Krefst tveggja milljóna króna í bætur

Aldís kærir Agnesi fyrir meiðyrði – Krefst tveggja milljóna króna í bætur
Fréttir
Í gær

Ökumenn í vímu – Tekinn á 152 km hraða

Ökumenn í vímu – Tekinn á 152 km hraða
Fréttir
Í gær

Oddvitar í borginni varkárir en Líf birtir yfirlýsingu – ,,Sparið ykkur samsæriskenningar góða fólk!“

Oddvitar í borginni varkárir en Líf birtir yfirlýsingu – ,,Sparið ykkur samsæriskenningar góða fólk!“