fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segja fanga setta í einangrun að óþörfu – „Covid veiran lokuð inni á Litla-Hrauni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 16:39

Frá Litla Hrauni. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Covid veiran lokuð inni á Litla-Hrauni,“ segir í yfirskrift yfirlýsingar sem Afstaða, félag fanga, hefur sent á fjölmiðla. Þar segir að einkennalitlir fangar, sem í raun ættu að fá reynslulausn, sé settir í óþarfa einangrun á Litla Hrauni þar sem þeir geti engin samskipti haft við samfanga og andlegu heilsufari þeirra fari mjög hrakandi.

„Fangelsisyfirvöld eru enn að herða einangrun fanga með því að einangra þá inni á klefum vegna fjölgunar smita. Þeir fá því ekki einu sinni að hafa samskipti við sína samfanga þessa dagana. Þrátt fyrir að engin sé alvarlega veikur þá er þeim haldið lokuðum inni á klefum sínum án nokkurs sambands við umheiminn. Sumir þeirra ættu þegar að hafa fengið reynslulausn, þeir eru ekki hættulegir og engin ástæða er til að halda þeim á Litla-Hrauni í þessu ástandi og heimsfaraldri,“ segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingunni kemur fram að faraldurinn hafi tekið gífurlegan andlegan toll af föngum og um langa hríð var heimsóknabann í fangelsinu. Hins vegar þakkar félagið fangavörðum og starfsfólki fyrir góð störf við erfiðar aðstæður. Yfirlýsingin er eftirfarandi í heild sinni:

„Á sama tíma og rætt er um afléttingar sóttvarnartakmarkana í íslensku samfélagi ríkir ekki sama hugsjón innan veggja fangelsanna, frekar en fyrri daginn. Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna.

 Árið 2020 var fangelsum landsins lokað að mestu fyrir inn- og útstreymi. Fangar fengu hvorki heimsóknir né leyfi og börn og makar urðu að halda sig fjarri. Þetta tímabil markaði upphafið að mikilli ólgu sem nú hefur brotið sér leið upp á yfirborðið, rétt eins og Afstaða hefur varað við frá upphafi.

 Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.

Fangelsisyfirvöld eru enn að herða einangrun fanga með því að einangra þá inni á klefum vegna fjölgunar smita. Þeir fá því ekki einu sinni að hafa samskipti við sína samfanga þessa dagana. Þrátt fyrir að engin sé alvarlega veikur þá er þeim haldið lokuðum inni á klefum sínum án nokkurs sambands við umheiminn. Sumir þeirra ættu þegar að hafa fengið reynslulausn, þeir eru ekki hættulegir og engin ástæða er til að halda þeim á Litla-Hrauni í þessu ástandi og heimsfaraldri.

Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.

 Að öllu þessu sögðu viljum við hjá Afstöðu þakka fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir þeirra vinnu. Álagið hefur verið gríðarlegt að undanförnu og unnið hefur verið verulega gott starf við krefjandi aðstæður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“