fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sóttkví kvödd (nánast) fyrir fullt og allt – Nýjar reglur taka gildi strax í dag

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 13:40

Willum Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýðing orðsins sóttkví í íslensku samfélagi verður allt önnur strax á morgun en hún hefur verið undanfarin tvö ár, en þá verða aðeins þeir sem hafa verið í nánd við Covid smitaðan einstakling inni á eigin heimili eða dvalarstaðar og eru ekki þríbólusettir sendir í sóttkví. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða undanþegin smitgát með öllu, nema ef um smit á heimili er að ræða.

Öðrum sem hinu opinbera hefur hingað til þótt ástæða til að skikka í sóttkví verður héðan í frá gert að viðhafa smitgát.

Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greindi hann jafnframt frá því að hann myndi kynna afléttingaáætlun á föstudaginn. Þangað til myndu núverandi samkomutakmarkanir (10 manna samkomubann og fleira) halda gildi sínu hér á landi. Willum sagði þá að um „gríðarlega eðlisbreytingu“ væri að ræða.

Útskýrt á mannamáli eru breytingarnar svona:

Þessir fara í sóttkví, sem verður áfram fimm dagar og mun áfram ljúka með PCR prófi:

  • Þeir sem eru í námunda við smitaðan einstakling á heimili sínu.
  • Þeir sem eru þríbólusettir sleppa við sóttkví, en þurfa að viðhafa smitgát.
  • Börn á leik- og grunnskólaaldri sleppa við allt saman.

Í smitgát þarf að:

  • Bera grímu á almannafæri og þar sem ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglu. Forðast fjölmenni og viðkvæma einstaklinga.
  • Smitgátin gildir í fimm daga en ekki þarf að fara í próf til að sleppa, nema þú sért þríbólusettur að sleppa úr smitgát vegna smitaðs einstaklings á heimilinu.
  • Börn á leik- og grunnskólum viðhalda smitgát og mega því mæta í skólann, nema ef það er smitaður einstaklingur á heimilinu.

Og við leyfum Stuðmönnum að útskýra hvenær nýju reglurnar um sóttkví eiga að taka gildi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“