fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Réðust á móður fyrir framan þrjú börn hennar – „Ég sá að þau voru að ráðast á mömmu mína“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. janúar 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Parið var sagt hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu mannsins fyrir framan þrjú börn þeirra og sambýlismann hennar. Eru þau sögð hafa rifið af henni spjaldtölvu og ráðist á hana með höggum og spörkum, sem og haldið henni nauðugri. Barnsmóðirin hafi verið kýld ítrekað í höfuðið og líkama, rifið hafi verið í hár hennar, og sparkað og stappað ítrekað á líkama hennar. Árásin hafi átt sér stað í viðurvist barna sem feli í sér brot á barnaverndarlögum.

Við árásina hlaut konan kúlu á hnakka, mar á báðum upphandleggjum og báðum hnjám, klórför á hægri handlegg, rispur víðsvegar um líkamann, þreifieymsli í hálshrygg, lendhrygg, millirifjavöðvum og kvið, og verki við djúpöndun í framanverðum brjóstkassa.

Héraðssaksóknari fór með málið í héraði og þar var farið fram á að parið yrði sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás. Á það féllst dómari þó ekki og taldi árásina ekki hafa verið nægilega alvarlega til að geta talist stórfelld.

Sá að þau voru að kýla hana

Synir barnsmóðurinnar og fyrrverandi sambýlismanns hennar báru vitni fyrir dómi og lýstu þar aðstæðum.

„Ég sá að þau voru að ráðast á mömmu mína, það var þarna. Ég sá líka að þau voru að kýla hana,“ sagði eldri drengurinn.

„Pabbi minn, hann vildi sjá eina mynd og sagði við hana. Og ég sagði við hann, við söknum hans báðir. Og þá lét mamma mín ekki fá tölvuna. Svo fór hún og Y pabbi minn halti henni niðri. Og X sparkaði í hausinn hennar, kýla hana. Og svo tók X tölvuna af mömmu minni,“ sagði sá yngri.

Af frásögn vitna má ráða að til átaka hafi komið þegar barnsmóðirin neitaði að afhenda parinu umrædda spjaldtölvu, heldur vildi hún aðeins sýna þeim þær myndir sem á henni höfðu fundist og orðið tilefni fyrir óvæntri heimsókn parsins í bústaðinn. Ekki kemur fram hvers eðlis þessar myndir voru en mun þó vera um að ræða myndir sem hafi orðið til þess að parið kærði sig ekki um að barnsmóðirin hefði spjaldtölvuna áfram. Umrædd spjaldtölva var í eigu fyrrverandi sambýlismannsins.

Veittust að henni með höggum og spörkum

Greinir aðilum svo á um hvað hafi átt sér stað í kjölfar þess að barnsmóðirin neitaði

Barnsmóðirin sagði að fyrrum sambýlismaðurinn hafi reynt að grípa tölvuna af henni og þau í kjölfarið togast á um tölvuna. Hafi sambýliskona hans þá mætt á svæðið og einnig reynt að hrifsa til sín tölvuna. Barnsmóðirin hafi þá gripið á það ráð að leggjast á grúfu með tölvuna undir sér, en við það hafi tölvan brotnað. Þá hafi parið haldið áfram að reyna að ná tölvunni og sparkað í hana og kýlt. Synir hennar hafi fylgst með þessu og öskrað og grátið. Sambýlismaður hennar hafi reynt að skerast í leikinn en hann hafi haldið á ungri dóttur þeirra. Parinu hafi svo tekist að ná tölvunni  og þá haft sig á brott.

Hún hafi verið lengi að jafna sig á árásinni, bæði líkamlega og andlega. Hún hafi upplifað ótta og haft miklar áhyggjur af börnum sínum. Synir hennar væru ekki búnir að jafna sig og hefðu þurft að sálfræðimeðferð að halda.

Neituðu sök

Ákærða sambýliskonan lýsir aðstæðum svo að hún hafi heyrt læti frá bústaðnum á meðan hún beið eftir sambýlismanni sínum sem var að sækja spjaldtölvu. Hún hafi því hlaupið til að sjá hvað væri í gangi. Þá hafi hún séð mann sinn og barnsmóður hans í jörðinni. Þá hafi ákærða reynt að ná tölvunni en barnsmóðirin þá togað í hettuna á úlpuna hennar sem varð til þess að hún datt. Svo hefði barnsmóðirin kýlt hana í andlitið. Þá hafi hún og sambýlismaðurinn haft sig á brott. Hún neitaði sök og sagði að þau hafi sjálf verið í sjokki eftir þetta, enda ekki búist við því að svo erfitt yrði að fá tölvuna til baka.

Sambýlismaðurinn, sem einnig var sakfelldur í héraði, sagði að barnsmóðir hans hafi gripið í hönd hans og hent sér afturábak og dregið hann með sér. hann hafi reynt að standa upp en á meðan hafi hún haldið honum og hrópað „ofbeldi“ endurtekið. Þá hafi sambýliskona hans komið og tekið tölvuna og þau svo farið. Ekkert ofbeldi hafi átt sér stað.

Fékk áfallastreitu og hafði áhyggjur af börnunum

Héraðsdómari féllst ekki á varnir parsins og voru þau bæði dæmd í 60 daga skilorðsbundið fangelsi.

Konan áfrýjaði málinu, en Landsréttur staðfesti dóminn í dag og hækkaði einnig bætur sem hún var dæmt til að greiða barnsmóðurinni. Í héraði hafði parið verið dæmt til að greiða óskipt 250 þúsund krónur en í Landsrétti var konunni gert að greiða 400 þúsund krónur í bætur.

Landsréttur horfði til þess að fyrir héraði lá fyrir vottorð sálfræðings um viðtöl við barnsmóðurina þar sem kom fram að hún hafi borið einkenni áfallastreitu sem var mælanleg árið 2019 en horfin 2020. Árásin hafi haft neikvæð áhrif á líf hennar og kvíði aukist og svefnerfiðleikar orðið verri. Samskipti hennar við barnsföður hafi einnig orðið erfiðari sem og við fyrrum tengdaforeldranna. Hún hafi eins haft miklar áhyggjur af börnum sínum sem voru vitni að atvikinu.

Landsréttur taldi eins að skýringar parsins um að barnsmóðirin hafi veitt sér áverkana sjálf, væru ekki sannfærandi.

Dómur Landsréttar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work