fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fréttir

„Þetta eyðileggur allt fyrir þeim“ segir helsti handboltasérfræðingur Dana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 07:40

Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Ungverjum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær þá greindust þrír leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik með kórónuveiruna í gær og eru því í einangrun og geta ekki tekið þátt í næstu leikjum. Bent Nyegaard, sen er einn helsti handboltasérfræðingur Dana og lýsir leikjunum á EM fyrir TV2, segir þetta breyta öllu varðandi leik Íslands gegn Dönum í kvöld.

Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust með veiruna í gær og segir Nyegaard þetta veikja íslenska liðið mikið. „Þetta er mikil veiking á liðinu fyrir leik þar sem þeir eru ekki sigurstranglegir fyrir fram,“ sagði hann í samtali við TV2.

Hann sagði einnig að þetta kæmi sér vel fyrir Dani sem séu ekki lengur bara sigurstranglegri í leiknum, heldur miklu sigurstranglegri. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir Ísland. Síðan geta fleiri smit greinst í dag. Þetta eyðileggur allt fyrir þeim,“ sagði hann.

Nyegaard sagði að Björgvin Páll hafi verið liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu og megi líkja honum við Niklas Landin, aðalmarkvörð Dana, svo mikilvægur sé hann. Elvar Örn og Ýmir Örn hafi spilað saman í vörninni á mótinu og hafi átt stóran hlut að máli varðandi hraðupphlaup íslenska liðsins, Elvar sé liðinu mjög mikilvægur. Hvað varðar Ólaf Andrés sagði Nyegaard að hann hafi ekki spilað mikið en hafi staðið sig vel þegar hann hefur leyst Aron Pálmarsson af þegar hann hefur þarfnast hvíldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skotárás í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn – „Hún grét og grét“ segir móðir stúlku sem var á staðnum – Uppfærð frétt

Skotárás í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn – „Hún grét og grét“ segir móðir stúlku sem var á staðnum – Uppfærð frétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tveir handteknir grunaðir um líkamsárás

Tveir handteknir grunaðir um líkamsárás
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rokkstjörnusonur fjárfestir í íslensku sprotafyrirtæki

Rokkstjörnusonur fjárfestir í íslensku sprotafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hilda afhjúpaði meintan hestanauðgara í Mosfellsdal – „You are just making trouble“

Hilda afhjúpaði meintan hestanauðgara í Mosfellsdal – „You are just making trouble“