fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Fréttir

Víðir fékk nóg af spurningaflóði Arnþrúðar á upplýsingafundinum – „Arnþrúður. Við höfum ekki tíma“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 13:24

Víðir Reynisson og Arnþrúður Karlsdóttir - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti Landlæknis boðuðu í dag til 195. upplýsingafundarins vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og tíðkast hefur fengu fjölmiðlar að spyrja spurninga undir lok fundarins. Útvarp Saga hefur ekki lagt það í vana sinn að senda fulltrúa frá sér til að spyrja spurninga á fundinum en sú var þó raunin í dag er Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, mætti á fundinn til að spyrja Þórólf Guðnason sóttvarnalækni spjörunum úr.

„Í samningnum um bóluefnin kemur fram að um lyfjatilraun sé að ræða sem verði ekki lokið fyrr en árið 2024. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór, sagði á fundi velferðarnefndar um daginn að þessu yrði ekki lokið fyrr en 2026. Af hverju hafið þið ekki valið að fara þá leið að segja þjóðinni frá því að hún væri að taka þátt í lyfjatilraun?,“ spurði Arnþrúður en þegar Þórólfur hóf að svara spurningunni spurði hún svo hvenær „fjórða sprautan“ kæmi.

Þórólfur svaraði og sagðist ekki vita í hvað Arnþrúður væri að vísa til með lyfjatilraun. Hann benti henni þá á að Lyfjastofnun hafi gefið markaðsleyfi fyrir notkun lyfjanna að undangengnum rannsóknum og tilraunum.

„Ég er ekki aðili að þessum samningi og ég get ekki sannreynt það sem þú ert að halda fram að hér að þar standi að hér sé um lyfjatilraun að ræða. Ég vil draga það í efa. Þetta er ekki lyfjatilraun. Við erum að nota hér lyf sem hefur verið rannsakað til að koma í veg fyrir ákveðinn sjúkdóm, hættulegan sjúkdóm. Hér er um heimsfaraldur að ræða og ég tel að það sé búið að uppfylla allar kröfur til lyfja og bóluefna sem við getum gert í slíku ástandi,“ sagði Þórólfur.

Arnþrúður kom þá með aðra spurningu. „Er það þá rangt hjá heilbrigðisráðherra að þessu ljúki ekki fyrr en 2026, sem hann fullyrti við velferðarnefnd Alþingis?“ spurði hún og beindi spurningunni sem fyrr að sóttvarnalækni sem svaraði henni um leið.

„Ég ætla ekkert að fara að ræða um eitthvað sem þú fullyrðir að einhver hafi sagt. Ég hef ekki heyrt það og ég veit það ekki. Þú verður að spyrja hann sjálfan,“ sagði hann.

Þá ætlaði Arnrþúður að koma með enn eina spurninguna. „Vísindasiðanefnd vísar alfarið á þig Þórólfur…“ sagði hún en þá var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, kominn með nóg af spurningaflóðinu.

„Arnþrúður. Við höfum ekki tíma. Eins og fram kom fyrir fundinn var bara ein spurning á mann. Takk fyrir þína spurningu Arnþrúður,“ sagði Víðir sem stappaði svo stálinu í landsmenn og sagði þeim að lokum að vera góð hvert við annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Meintur þjófur handtekinn – Fólk til vandræða

Meintur þjófur handtekinn – Fólk til vandræða
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Oliver Stone eyddi tveimur árum með Pútín – Nú leysir hann frá skjóðunni um veikindi hans

Oliver Stone eyddi tveimur árum með Pútín – Nú leysir hann frá skjóðunni um veikindi hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlédís og Gunnar stíga fram – Grunar að fósturvísar þeirra hafi verið gefnir öðrum – „Ef þetta eru okkar börn þá þarf að ræða það“

Hlédís og Gunnar stíga fram – Grunar að fósturvísar þeirra hafi verið gefnir öðrum – „Ef þetta eru okkar börn þá þarf að ræða það“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óttar skaut föstum skotum að Eiríki sem skýtur beint til baka – „Það er bara allt í lagi. Það er samt íslenska“

Óttar skaut föstum skotum að Eiríki sem skýtur beint til baka – „Það er bara allt í lagi. Það er samt íslenska“