fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Helgi heldur áfram að gagnrýna metoo og leggur til sáttameðferð – „Það eigi sér þá stað eitthvað uppgjör“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. janúar 2022 17:00

Helgi Áss Grétarsson mynd/Kristinn Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson lögmaður var gestur í hlaðvarpi Harmageddon um helgina. Þar lýsti hann áhyggjum sínum af viðbrögðum þjóðfélagsins við vaxandi fjölda Metoo frásagna. Hann segir mikilvægt að samfélagið falli ekki í þá gryfju að samþykkja að grunngildum réttarríkisins sé kastað á glæ jafnvel þótt málstaðurinn kunni að vera góður.

„Hér er að verki hreyfing sem vill breyta samfélaginu og notar málefni sem flestir geta verið sammála um að þurfi að færa til betri vegar, en eins og margar hreyfingar sem nota góðan málstað, þá ræður ofstæki för. Sem gerir það að verkum að grundvallar reglur, sem hafa verið settar að gefnu tilefni til að vernda það sem kalla má siðað samfélag, þeim hefur verið ýtt til hliðar“ segir Helgi og bætir við: „Það gengur ekki að við séum að dæma fólk á ófullnægjandi forsendum. Að við séum að láta almenningsálitið ráða för án þess að hvert einstaka mál sé rannsakað. Við þurfum að skoða hverja ásökun fyrir sig frá fleiri en einu sjónarhorni og við verðum að gefa fólki tækifæri á að tjá málsvörn sína á sanngjarnan hátt.“

Samtal og sáttameðferð

Helgi Áss segist hafa mikla samúð með þeim fórnarlömbum kynferðisbrota sem fái réttlæti sínu ekki fullnægt frammi fyrir íslenskum dómstólum en segir mjög erfitt að finna viðunandi lausn á því vandamáli. Sönnunarbyrgði í kynferðisbrotum verði alltaf erfið þar sem slík brot séu yfirleitt framin þar sem engin hlutlaus vitni séu til frásagnar. Hann bendir þó á að sum ríki hafi reynt að þróa það sem er kallað uppbyggjandi réttvísi. Þar sem að eigi sér stað einhverskonar samtal eða sáttameðferð, að uppfylltum tiltölulega ströngum skilyrðum, þar sem fram komi í það minnsta viðurkenning þess sem er sakaður um brot.

„Að sakborningur viðurkenni brot sitt frammi fyrir fórnarlambi sínu og að það eigi sér þá stað eitthvað uppgjör. Þetta er þá gert með það að markmiði fórnarlambið geti haldið áfram með sitt líf og um leið er reynt að höfða til ábyrgðartilfinningar gerandans“ segir Helgi en bætir því við að vert sé að hafa í huga að mörg skref hafi þó verið stigin, á síðustu áratugum, til að bæta stöðu þolenda í réttarkerfinu en segir jafnframt að því miður sé engin töfralausn til í þessum efnum.

 

Viðtalið hjá heyra hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu