fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Einar Kára tjáði sig um slaufun frægs rithöfundar og allt fór á hliðina í athugasemdum – „Ég er bara alveg miður mín“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. janúar 2022 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur, vakti athygli á grein í helgarútgáfu Morgunblaðsins þar sem fjallað er um höfund vinsælu bókanna um galdradrenginn Harry Potter og það hatur sem hún hefur orðið fyrir undanfarin misseri vegna skoðana hennar, en Einar furðar sig á því að rithöfundafélög og samtök sem standi vörð um frjálsa tjáningu hafi ekki stigið henni til varnar.

Við færslu hans um málið á Facebook hafa skapast líflegar umræður um málið.

Forsaga málsins er sú að J.KRowling hefur verið úthrópuð fyrir afstöðu sína til málefna trans fólks, en hún hefur mótmælt kynlausri orðanotkun og því að trans konum sé veittur of auðvelt aðgengi að rýmum kvenna á borð við búningsklefa og slíkt. Telur hún að með því að kynhlutleysa málið og rými sé verið að skaða kvenréttindabaráttuna og draga úr öryggi kvenna.

Höfundurinn hefur í kjölfarið fengið á sig stimpilinn TERF sem er ensk skammstöfun fyrir femínista sem útiloka trans fólk. En Rowling hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessa afstöðu sína og sökuð um hatur og fordóma gegn trans fólki sem og transfóbíu. Hefur þetta orðið til þess að margir hafa opinberlega afneitað Harry Potter bókunum og lýst yfir miklum særindum að bækurnar hafi verið eyðilagðar með afstöðu höfundar þeirra.

Meðal annars hafa flestir aðalleikarar kvikmyndanna sem byggðu á bókunum opinberlega fordæmt höfundinn og lýst yfir miklum vonbrigðum. Í grein Morgunblaðsins er farið yfir málið og þar er látið að því liggja að viðbrögðin við afstöðu Rowling hafi verið öfgakennd, en hún hefur hlotið lífláts- og ofbeldishótanir, verið áreitt á netinu og setið hefur verið um heimili hennar.

Í grein Morgunblaðsins segir: „Hatursorðræðan hefur hins vegar haldið áfram, mjög á einn veg, og mildilegustu ummælin á þá leið að konunni sé hollast að halda sér saman.“

Sjá einnig:  Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“

Merkilegt

Einar Kárason virðist sammála þeim tóni sem birtist í umfjöllun Morgunblaðsins. En hann skrifar á Facebook:

„Það er mjög fín grein í Morgunblaði helgarinnar um rithöfundinn J.KRowling og þá slaufunar– og hatursherferð sem hún hefur mátt sæta fyrir að viðra sjónarmið sem í allri sanngirni verða að teljast skiljanleg. Merkilegt er að ýmis rithöfundafélög og samtök sem eiga að standa vörð um frjálsa tjáningu hafa ekki stutt hana í þeirri herferð, jafnvel með morðhótunum, sem hún hefur mátt þola. Í sumum rithöfundasamtökum er jafnvel komið til áhrifa fólk sem hefur tjáð velþóknun á árásum gegn Rowling, en um leið verða slík samtök ekki aðeins gagnslaus sem baráttutæki fyrir viðgangi bókmennta, heldur beinlínis skaðleg þeim.“

Færsla hans hefur vakið nokkur viðbrögð í athugasemdum þar sem fólk bendir á að Rowling hafi ítrekað látið frá sér ummæli sem ekki verði um að villast að feli í sér hatur gegn trans samfélaginu og það sé slæmt í ljósi þess að um einn frægasta rithöfund heims sé að ræða og því nái ummæli hennar augum margra. Eins hafa margir tekið undir með Einari og furða sig á hatrinu í garð Rowlings sem þau telja óverðskuldað.

Inga miður sín

Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki geta séð dæmi um hatur í garð trans fólks úr skrifum Rowling. Undir það tekur Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar: „Þessi andúð á JKR er bara út í hött, byggð á ofurviðkvæmni, fórnarlambsdýrkun, athyglissýki og viljandi misskilningi. Lesið bara það sem Rowling hefur að segja frekar en að fylkja liði með heykvíslarliðinu.“

Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og Samfylkingarkona, segir miður að sjá samflokkssystkin sín taka upp hanskann fyrir Rowling.

„Ég er bara alveg miður mín að samflokkssystin mín séu að taka upp hanskann fyrir Rowling án þess að nenna að kynna sér málið.“ 

Inga segir að sjálf hafi hún verið mikill aðdáandi Harry Potter á sínum yngri árum, en afstaða Rowling hafi eyðilagt bækurnar fyrir henni. Hún hafi notað völd sín, stöðu og rödd til að berjast gegn réttindum og virðingu trans fólks. „Mér finnst algjörlega réttmætt að hún sé dregin til ábyrgðar á þann hátt sem neytendur geta: með því að hæta að gefa henni rödd og hafna verkunum hennar.“

Guðmundur Andri svarar Ingu og segir: „Einn góðan veður dag áttu vonandi eftir að komast að raun um að það er ekki einungis vegna fáfræði og andlegrar leti sem fólk lítur hlutum öðrum augum en þú.“

Vorkennir hinum

Einar Kára svarar Ingu líka og segir:

„Samflokkssystkini? Sért þú í einhverjum flokki þá vorkenni ég hinum sem eru í honum líka.“

Dóttir Einars, Júlía Margrét, er ekki sammála föður sínum.

Transfóbía er engu skárri en rasismi, kvenhatur eða hómófóbía, sem dæmi. Elsku pabbi eyddu þessu, þetta er glataður slagur að taka.“ 

Miklar rökræður eiga sér stað við færslu Einars þar sem meðal annars er rakið að Rowling hafi ítrekað haldið því fram að ef stjórnvöld veiti fólki aðgang að rýmum kvenna bara út frá því hvernig það segist skilgreina sig þá geti karlar notað það sem yfirskin til að komast inn í þau rými til að brjóta gegn konum. Eins að hún haldi því fram að það sé skaðlegt að leyfa börnum að gangast undir kynleiðréttingu og að hún sé ítrekað að taka undir málflutning þekktra transfóbískra einstaklinga.

Hafa aðrir haldið því fram að það þurfi einbeittan vilja til að lesa hatur gegn trans fólki úr opinberum ummælum Rowling og að hún eigi ekki skilið þá hatursherferð sem hefur verið beint gegn henni.

Einar Kárason virðist telja eftir lestur athugasemdanna að sumir sem þar tjá sig ættu að finna sér nýjan stjórnmálaflokk.

„Ég hef verið að lesa ýmis komment við þennan þráð, og sú hugsun hvarflar að manni hvort ekki séu til einhverjir nasista- eða kommúnistaflokkar þar sem sumt af því fólki sem hefur tjáð sig getur safnast saman og fundið sér sálufélag?“

Sjá einnig: Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“