fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Gísli Marteinn gaf vini sínum Loga Bergmanni engan afslátt í Vikunni – „Já, feðraveldið fellur að lokum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. janúar 2022 07:30

Mynd/ Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson fór yfir fréttir vikunnar eins og vant er í þætti sínum Vikan með Gísla Marteini. Þar hjólaði hann í mál málanna, meint kynferðisofbeldi og ósæmilega hegðun, sem Vítalía Lazareva sakaði fimm þjóðþekkta karlmenn um á dögunum. Annars vegar fjórmenninganna Arnar Grant, Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannesson í alræmdri heita pottsferð í sumarbústað og síðan Loga Bergmann Eiðsson auk Arnars á hótelherbergi í Borgarfirði.

Ætla mætti að málið setti Gísla Martein í erfiða stöðu enda eru hann og Logi góðir vinir og samstarfsmenn til fjölmargra ára, bæði í sjónvarpi en ekki síður við hverskonar veislustjórnun og uppákomur sem og nágrannar í Vesturbænum til fjölmargra ára.

Það hefur vakið athygli að Gísli gaf Loga engin grið og tæklaði málið með beittum hætti.

Hann byrjaði á að fara yfir málið og sagðist það helst líkjast öfugsnúnu lottói. Venjulega verði menn ríkir á því að vera dregnir úr pottinum en það ætli að reynast þessum mönnum dýrkeypt að hafa skellt sér ofan í hann. Þá sparkaði Gísli Marteinn duglega í þá Ara og Arnar.

„Ari Edwald var rekinn frá Ísey og Arnar Grant, einkaþjálfari, er farinn úr leyfi frá World Class auk þess sem KS hefur hætt framleiðslu á próteindrykknum Teyg. Heimildir Vikunnar herma hins vegar að Arnar og Ari mjólkurmógúll ætli að sameina krafta sína og hefja framleiðslu á nýjum mysudrykk. Arnar þróar uppskriftina en Ari sér um markaðsetninguna og leikur lukkudýrið sem er hinn frægi maðkur í mysunni,“ grínaðist Gísli.

Valdakallar með þykk veski fá ekki sínu framgengt

Því næst var röðin komin að vini hans til margra ára.

„Logi Bergmann er kominn í frí frá K100 vegna ásakana á hendur honum. Logi skrifaði stutta færslu á Facebook þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist ekki ætla að tjá sig meira. Á þessum tímapunkti hafa rúmlega þúsund manns sett lyndistákn við færsluna. Fæst þeirra eru læk en rúmlega sjö hundruð eru eldrauðir reiðikarlar. Sem rifjar upp gamlan frasa – netheimar loga,“ sagði Gísli.

Viðbrögðin við málinu hefði verið sterk og sagði sjónvarpsmaðurinn að það benti til þess að þjóðfélagið væri að breytast.

„Þau [viðbrögðin] sýna okkur smám saman erum við að mjaka okkur úr gamla verbúðarveruleikanum þar sem valdakallar með þykk veski fá sínu framgengt í krafti áhrifa og tengsla án afleiðinga. Óþolið er orðið slíkt að ekki einu sinni Simma Vill datt í hug að skella í grátstatus yfir meðferðinni á strákunum.

Baráttan gegn kynbundu ofbeldi er lýjandi fyrir þá sem í henni standa. Þetta er næstum því eins og að berjast við vindmyllur nema að andstæðingurinn er ekki ímyndun. En eins og við sáum nýlega þá getur baráttan við vindmyllurnar borið árangur. Hún kostar bara mjög mikla þolinmæði. Já, feðraveldið fellur að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“