fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Fréttir

Stjórn KÍ gerir alvarlegar athugasemdir við málflutning Katrínar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. janúar 2022 18:42

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íslands, fyrir DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Kennarasambands Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning ráðherra að skólum þurfi að halda opnum til að konur komist í vinnuna. „Þegar horft er til Íslands sem fyrirmyndar um skólastarf á tímum farsóttar er ekki verið að horfa til málflutnings stjórnmálamanna heldur starfa þeirra þúsunda sem halda skólakerfinu gangandi,“ segir í tilkynningu á vef KÍ.
Fyrr í dag lét Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þau orð falla að það hafi verið ákvörðun stjórnvalda frá upphafi heimsfaraldursins að halda skólum opnum. Stjórn KÍ vísar þessari fullyrðingu á bug og segir að í upphafi faraldursins hafi stjórnvöld ætlar að fara í stófelldar lokanir skóla og tilfærslu náms yfir í fjarnám, , meðal annars með atbeina Menntamálastofnunar og Ríkisútvarpsins. Fallið var frá þeirri leið eftir samráð við fulltrúa skólasamfélagsins sem bentu á að farsælli leið væri að treysta því að skólafólk á hverjum stað væri best til þess fallið að leita leiða til að halda skólastarfi gangandi.
Vel hafi tekist að mæta þessum áskorunum og lykillinn af þeim árangri felst fyrst og fremst í aðlögunarhæfni og fagmennsku íslensks skólafólks segir í tilkynningunni.

„Þegar horft er til Íslands sem fyrirmyndar um skólastarf á tímum farsóttar er ekki verið að horfa til málflutnings stjórnmálamanna heldur starfa þeirra þúsunda sem halda skólakerfinu gangandi. Ef stjórnmálamenn hafa áhuga á að læra af árangri íslenskra stjórnmálamanna í menntamálum síðustu misserin er lærdómurinn sá að rétt sé að treysta á fagfólk og eiga í öflugu samráði. Núverandi menntamálaráðherra hefur lýst vilja til þess að vinna áfram með þeim hætti og komið hefur verið á daglegum samráðsfundum þar sem aðilar skólasamfélagsins eiga sína fulltrúa. Á hverjum degi frá áramótum hefur stjórn Kennarasambands Íslands fundað til að vakta stöðu skólamála. Formenn aðildarfélaga KÍ hafa séð til þess að stjórnvöld, almannavarnir, sóttvarnarlæknir og aðrir séu sem best upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma.  Er það meðal annars gert í þeim tilgangi að ákvarðanir séu upplýstar og vandaðar.“

Sú ákvörðun stjórnvalda í dag að halda skólastarfi óbreyttu var ekki rædd á fyrrnefndum samráðsvettvangi aðila þótt skilja mætti orð heilbrigðisráðherra sem svo að um samráð hafi verið að ræða. Sú ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni og er á ábyrgð hennar. Raunveruleikinn er sá að þegar hafa orðið miklar raskanir á skólastarfi frá áramótum og það verður afar flókið að standa vörð um menntun í landinu á næstu dögum og vikum. Leiðin áfram hlýtur að byggja á því sem hingað til hefur virkað: Að hlusta á og treysta fagfólki. Við höfum dæmi víðar en úr skólastarfi um það að stjórnvöldum fer þá fyrst að skrika fótur þegar þau taka eigin pólitísku sannfæringu fram yfir ráð þeirra sem best til þekkja.

Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um menntakerfið og menntun og hlusta á ráð færustu sérfræðinga, hvort sem um er að ræða nám eða sóttvarnir. Þá gerir stjórnin alvarlega athugasemd við þann málflutning Katrínar Jakobsdóttur  að skólum þurfi að halda opnum til að konur komist í vinnuna. Ef stjórnvöldum er jafn annt um jafnrétti og þau segja eru þeim hæg heimatökin að byrja á eigin ranni – enda viðhalda þau sjálf einu stærsta, kerfislæga ójafnrétti íslensks samfélags: láglaunastefnu kvennastétta í opinberum störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fingralangur gestur stal úlpu, bíllyklum og fartölvu

Fingralangur gestur stal úlpu, bíllyklum og fartölvu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni segir Ingu að skammast sín – „Þú ætlar að setja mig á götuna, rúinn æru og heiðri“

Bjarni segir Ingu að skammast sín – „Þú ætlar að setja mig á götuna, rúinn æru og heiðri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu tveimur bílum er festust á Öxnadalsheiði

Björguðu tveimur bílum er festust á Öxnadalsheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán úr Gagnamagninu stígur fram – „Ekki í fyrsta skipti sem ég varð uppvís að slíku ofbeldi“

Stefán úr Gagnamagninu stígur fram – „Ekki í fyrsta skipti sem ég varð uppvís að slíku ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrotið í Mannlíf vindur upp á sig – Róbert Wessmann hótar Guðmundi lögsókn fyrir að bendla sig við afbrot

Innbrotið í Mannlíf vindur upp á sig – Róbert Wessmann hótar Guðmundi lögsókn fyrir að bendla sig við afbrot