fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Karlotta stígur fram og skýrir frá hrottalegu kynferðisofbeldi – „Eigum við að „nefna“ fleiri svona menn innan Árvaks?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. janúar 2022 05:53

Karlotta G. Margrétardóttir. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlotta G. Margrétardóttir, hársnyrtir og förðunarfræðingur há RÚV og Onix, segir að þjóðþekktur maður hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi síðasta sumar. Hún skýrði frá þessu á samfélagsmiðlum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Karlotta hafi ekki viljað staðfesta við Fréttablaðið hvaða maður eigi í hlut.

Fréttablaðið hefur eftir henni að hún hafi lengi velt fyrir sér hvort hún ætti að tjá sig um málið en hún hafi upplifað ógleði, hræðslu, reiði og vanlíðan í kjölfar ofbeldisins. Hún sagðist aðspurð hafa heyrt að hún sé ekki sú eina sem hafi lent í þessum manni en hafi ekki fengið það staðfest. Hún sagðist hafa fyllst kjarki þegar konur úr öllum áttum fóru að stíga fram og skila skömminni.

Hún lýsti ofbeldinu svona á samfélagsmiðlum: „Fyrir mánuði síðan fór ég heim með manni sem beitti mig hrottalegu kynferðisofbeldi, tók mig hálstaki og sló mig, svo eitthvað sé nefnt. Öll mín mörk urðu að engu í höndum hans, sama hvað ég reyndi.“

Hún segist hafa verið buguð og brotin eftir þetta og daglega fari hún í gegnum allan tilfinningaskalann sem geri hana úrvinda. Það hafi vakið upp reiði hjá henni að sjá gerandann ferðast frítt um allt land, í samstarfi við ýmis fyrirtæki, á meðan hún þurfti sjálf að leita sér sálfræðiaðstoðar.

Um gerandann sagði hún: „Þessi maður er faðir, sonur, bróðir, vinur og jú … þjóðþekktur einstaklingur.“

Eins og fram hefur komið í fréttum þá stigu fimm þjóðþekktir karlmenn til hliðar úr störfum sínum eða var sagt upp störfum í síðustu viku eftir ásakanir Vítalíu Lazareva um að þeir hefðu beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Þetta voru þeir Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Ari Edwald úr viðskiptalífinu og síðan Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og útvarpsmaður á K100.

Í kjölfar frétta af því máli birti Karlotta skjáskot af færslu vinkonu sinnar á Twitter. Í því segir: „Eigum við að „nefna“ fleiri svona menn innan Árvaks? I’ll go first: Fyrra nafnið rímar við Tinni, seinna við Töve.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“