fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Fréttir

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. janúar 2022 14:53

Sigríður Hrund Pétursdóttir. Mynd/Hallur Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar þær sex konur sem sitja í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) ásamt Sigríði Hrund Pétursdóttur óskuðu eftir því við hana á stjórnarfundi í gær að hún „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar.“

„Þá ósk byggðu stjórnarkonur á fleiri atriðum í framkomu formanns síðustu mánaða þó „like“ og viðbrögð í kjölfarið hafi vegið þyngst,“ segir í tilkynningu til félagskvenna FKA frá stjórnarkonunum sex.

DV sagði frá því á dögunum að heitar umræður hefðu skapast í lokuðum spjallhópi FKA eftir að Sigríður Hrund gerði „læk“ við Facebookfærslu Loga Bergmanns þar sem hann sagðist saklaust af ásökunum um kynferðisofbeldi. Ýmsum var misboðið vegna þess að formaðurinn hafði „lækað“ færsluna og sögðust nokkrar þeirra ýmist ætla að segja sig úr félaginu vegna þessa eða þegar hafa gert það. Sigríður Hrund baðst þá afsökunar og eyddi „lækinu.“ Umræðunni var síðan eytt án skýringa.

„Niðurstaða formanns var að stíga ekki til hliðar“

Í tilkynningu stjórnarkvenna segir ennfremur: „Niðurstaða formanns var að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð í lögum félagsins og stuðnings sem hún telur sig hafa en samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Það er einlæg von stjórnarkvenna að þannig verði hægt að endurnýja umboð og endurvekja traust.“

Mikil ólga hefur verið meðal félagskvenna að undanförnu og ljóst að málið hefur haft slæm áhrif á stemninguna innan félagsins. Flestar félagskonur leggja þó áherslu á að sýna samstöðu og halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið innan félagins.

„Ekki hægt að verða við því“

Um klukkustund eftir að stjórnarkonurnar sex sendu frá sér yfirlýsinguna sendi Sigríður Hrund frá sér yfirlýsingu í lokuðum Facebookhópi FKA. Þar fjallar hún sömuleiðis um þá ósk annarra kvenna í stjórninni um að hún stigi til hliðar: „Þar sem ég sit í umboði allra félagskvenna, ekki stjórnar, og er óháð kjörin til tveggja ára var ekki hægt að verða við því,“ segir Sigríður en hún var kjörin formaður FKA síðasta vor.

Og hún heldur áfram: „Þess í stað lagði ég fram sáttaleið til stjórnar byggða á því stjórnkerfi sem við höfum til ráða sem fólst í tvennu: að við myndum sinna hefðbundnum verkaskiptum stjórnarstörfum fram að næsta aðalfundi og beina sjónum að þeirri þörfum stjórnskipunarvinnu sem félagið vantar, m.a. til að taka á þessari stöðu og skilgreina betur hlutverk og skyldur þeirra kvenna sem fyrir félagið bjóða sig fram að starfa fyrir.“

Þá skrifar Sigríður að það sé lykilatriði að konur í FKA standi saman, beri virðingu fyrir skoðunum hverrar annarrar og ali ekki á sundrung. Þá endurtekur hún það sem hún sagði í Facebookfærslu eftir að hún fjarlægði „lækið“ af færslu Loga að hún væri sjálf þolandi kynferðisofbeldis frá barns aldri og endar yfirlýsingu sína á orðunum: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“

Frásögn Vítalíu

Á dögunum steig Vítalía Lazareva fram í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur og sagðist hafa orðið fyrir kynferðisbrotum af hálfu þáverandi ástmanns síns, Arnars Grants, og þriggja áhrifamanna í íslensku viðskiptalífi – Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Þeir hafa allir tilkynnt um að þeir stígi til hliðar í störfum sínum vegna málsins.

Vítalía sagði einnig að þjóðþekktur fjölmiðlamaður, Logi Bergmann, hefði beitt hana kynferðisofbeldi í kjölfar þess að viðkomandi hafi gengið inn á hana og Arnar í ástarleik á hótelherbergi, og hafi hún verið neydd til að veita manninum kynferðislegan greiða.

Logi tilkynnti í beinni útsendingu í þætti sínum á útvarpsstöðinni K100 að hann ætli að fara í ótímabundið leyfi frá störfum og skrifaði síðan umrædda Facebookfærslu þá um kvöldið.

Segja sig úr Félagi kvenna í atvinnulífinu eftir að formaðurinn setti „læk“ við færslu Loga – Umræðunni eytt án skýringa

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandi ræstingafyrirtækis á Akureyri sakaður um skattsvik og peningaþvætti fyrir yfir 200 milljónir króna

Eigandi ræstingafyrirtækis á Akureyri sakaður um skattsvik og peningaþvætti fyrir yfir 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vegleg bókagjöf til Rétttrúnaðarkirkjunnar

Vegleg bókagjöf til Rétttrúnaðarkirkjunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Blinken varar Rússa alvarlega við að beita kjarnorkuvopnum – „Afleiðingarnar verða skelfilegar“

Blinken varar Rússa alvarlega við að beita kjarnorkuvopnum – „Afleiðingarnar verða skelfilegar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrottaskapur gegn pari í Skeifunni

Hrottaskapur gegn pari í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Rússneskir þingforsetar gagnrýna Pútín

Rússneskir þingforsetar gagnrýna Pútín
Fréttir
Í gær

SÞ segja að rússneskir hermenn hafi pyntað og nauðgað börnum niður í 4 ára aldur

SÞ segja að rússneskir hermenn hafi pyntað og nauðgað börnum niður í 4 ára aldur