fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fréttir

Hrotti í borginni: Skipaði konunni að hafa hljótt á meðan hann beit hana og nauðgaði

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 20:00

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann vegna hrottalegrar nauðgunar í ágúst 2019. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er manninum gefið að sök að hafa að nóttu til á heimili sínu haldið brotaþola í málinu niðri, tekið hana hálstaki og haldið fyrir munn hennar, skipað henni að hafa hljótt, bitið konuna í háls og brjóst og um leið haft við hana samræði gegn vilja hennar. 

Er manninum jafnframt gefið að sök að hafa sett, og reynt að setja, fingur í leggöng og endaþarm konunnar og ekki hætt þó hún bæði hann um það.

Er maðurinn fyrir þetta ákærður fyrir „að hafa með ofbeldi, ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við konuna,“ eins og það er orðað í ákærunni. Hlaut konan af árásinni talsverða áverka víða um líkamann.

Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þar sem það er nú til meðferðar. Þinghald er lokað í málinu.

Er þess krafist af hálfu saksóknara að manninum verði gert að sæta refsingu og greiðslu sakarkostnaðar. Þá krefst brotaþoli í málinu tveggja og hálfrar milljónar í miskabætur auk greiðslu vegna málskostnaður hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba

Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á yfir höfði sér bann frá eigin liði út af kynferðislegu sambandi við starfsmann

Á yfir höfði sér bann frá eigin liði út af kynferðislegu sambandi við starfsmann