fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
Fréttir

Arna Schram er látin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 04:58

Arna Schram. Mynd:Reykjavík.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Schram, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands, lést í gær, 53 ára að aldri.

Foreldrar hennar eru Ellert B. Schram, fyrrum ritstjóri og þingmaður, og Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir, tölvuritari. Arna ólst upp í Reykjavík, gekk í Vesturbæjarskóla og Hagaskóla. Hún varð stúdent frá MR 1988. Hún lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Hún lauk einnig MBA-námi með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Háskólanum í Reykjavík.

Arna byrjaði ung að starfa við blaðamennsku, fyrst hjá DV en síðan lá leiðin til Morgunblaðsins 1995 þar sem hún starfaði til 2006. Hún var aðstoðarritstjóri Króníkunnar um hríð og síðan fréttastjóri hjá Viðskiptablaðinu.

Hún var ráðin til starfa hjá Kópavogsbæ 2010 sem upplýsingafulltrúi og ári síðar tók hún við starfi forstöðumanns menningarmála hjá bænum.

Frá vorinu 2017 og til dauðadags var hún sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún gegndi að auki mörgum öðrum störfum og embættum. Hún var meðal annars varaformaður Blaðamannafélags Ísland frá 2003 til 2005 og formaður félagsins frá 2005 til 2009. Hún átti einnig sæti í fjölmiðlanefnd sem fulltrúi Blaðamannafélagsins.

Arna lætur eftir sig dótturina Birnu Ketilsdóttur Schram.

DV þakkar Örnu fyrir góð störf og sendir fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi besti vinur tónlistarmannsins sem sýknaður var í gær segir hann hafa nauðgað konunni sinni – „Ótrúlegt hvað einn einstaklingur getur skemmt út frá sér“

Fyrrverandi besti vinur tónlistarmannsins sem sýknaður var í gær segir hann hafa nauðgað konunni sinni – „Ótrúlegt hvað einn einstaklingur getur skemmt út frá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stoltur fréttamaður sýndi rússneska ofurfallbyssu í sjónvarpinu – Hefði betur sleppt því

Stoltur fréttamaður sýndi rússneska ofurfallbyssu í sjónvarpinu – Hefði betur sleppt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingurinn í Uvalde – 19 börn á aldrinum 5-11 ára skotin til bana

Hryllingurinn í Uvalde – 19 börn á aldrinum 5-11 ára skotin til bana