fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segir þessar þrjár leiðir í boði í máli fimmmenninganna – „Það er ekki hægt að ljúga sig frá málunum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 20:15

Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson, Logi Bergmann Eiðsson og Ari Edwald þurftu nýlega að víkja úr starfi vegna ásakana um kynferðisbrot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannatengillinn Karen Kjartansdóttir var gestur Spegilsins í Ríkisútvarpinu í kvöld. Þar ræddi hún um mál fimmmenninganna sem hafa látið af störfum eða farið í leyfi í kjölfar ásakana ungrar konu um að þeir hafi brotið á sér. En líkt og alþjóð veit hefur málið verið gríðarlega áberandi í fjölmiðlum síðustu vikuna.

Karen var spurð út í þær aðferðir sem fyrirtæki geta beitt komi upp mál sem þessi, og óskað er eftir viðbrögðum. Hún sagði að til væru þrjár meginleiðir, og þær væru þessar:

„Fyrst er eitt sem talsvert hefur verið notað, að svara ekki neinu, bíða þetta af sér, og þegja. Það virkaði betur hér áður fyrr heldur en það gerir núna.

Annað er að segja svolítið, kannski til að reyna að drepa í forvitninni, og segja þína upplifun eða þína hlið að málinu.

Og svo er það þriðja. Það er að veita allan aðgang, láta allt gossa. Svona: „Hér er ég og hvað viltu vita?“. Það getur virkað mjög vel, því þá er oft litið svo á að þú tæmir málið fyrr, og þú látir það ekki malla, þú hafir svolítið stjórn á umræðunni og þurfir ekki að stíga sífellt inn í málið og leiðrétta svona núansa,“

Þess má geta að í máli fimmmenninganna hafa tveir stigið fram og tjáð sig um málið, viðurkennt einhver mistök, en sagst saklausir af öðrum. Hinir þrír hafa þagað.

Auðveldara að þaga í gamla daga

Spurð frekar út í fyrstu aðferðina, að svara ekki neinu, og hvers vegna hún væri á undanhaldi sagði Karen að ástæðan væri sú að það væri einskonar tuttugustu aldar-nálgun. „Það var miklu auðveldara þegar fjölmiðlar voru hliðverðir að upplýsingum. Mál komust ekki í hámæli, nema ef hefðbundnu fjölmiðlarnir fjölluðu um það.“ 

Í því samhengi minntist Karen á mál sem hún var minnt á í gegn um sjónvarpsþættina Verbúðin, sem nú eru sýndir á RÚV, en þar var minnst á deilur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, við erlenda barnsmóður sína. Málið komst ekki í fjölmiðla hér heima þó fjallað væri um það erlendis. Karen segir ástæðuna fyrir því hafa verið valdið sem Steingrímur hafði. Hún tók þó fram að það mál væri af öðrum toga en mál fimmmenninganna sem nú eru í fjölmiðlum. 

Hægt er að lesa meira um þetta mál Steingríms hér: Heiftúðleg forsjárdeila Steingríms sem ekki mátti tala um – Handtekinn með börnin í Miami

„Það er ekki hægt að ljúga sig frá málunum“

Karen benti á að gjarnan væri þó fyrirgefning möguleiki á endanum, fyrir þá sem hefðu til að mynda gert eitthvað sem hafi orðið til þess að orðspor þess hins sama væri laskað eða ónýtt. „Öllum verður okkur á í lífinu. Og ég hef alltaf skilið það þannig að fólk, og almenningur, sé frekar reiðubúinn til að fyrirgefa þegar okkur verður á. Við erum öll breysk.“

Karen var þá spurð frekar út í starf almannatengla, og hún sagði að ekki væri hægt að vinna starfið eftir stærðfræðiformúlum, og yfirleitt margar mögulegar lausnir í boði þegar maður þurfi að svara fyrir eitthvað. Hún sagði þó eina reglu alltaf eiga við, og það væri að lygar borguðu sig ekki. „Það má ekki segja eitthvað sem gengur bókstaflega í berhögg við það sem átti sér stað. Það er ekki hægt að ljúga sig frá málunum, því það er ofboðslega ósjálfbær aðferð, bara í hverju sem er,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni