Klukkan 05.01 í nótt var tilkynnt um innbrot í hraðbanka í Hlíðahverfi. Þrír menn voru handteknir vegna málsins og voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir bíða yfirheyrslu.
Í Miðborginni var tilkynnt um innbrot á veitingastað klukkan 03.54. Þar hafði sjóðvélum verið stolið.
Maður, í annarlegu ástandi, var handtekinn í kjallara hótels í Miðborginni um klukkan 23 í gærkvöldi. Hann var vistaður í fangageymslu.