fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. ágúst 2022 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 4.666 að gosstöðvunum í Meradölum í gær og var mikið margmenni.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gönguleiðin reynst mörgum erfið og þurftu sumir aðstoð við að komast til baka. Í tilkynningu segir:

„Gönguleið reynist mörgum erfið og sumir þurftu aðstoð við að komast til baka og einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær.“

Í frétt mbl.is kemur fram að ljósmyndari Morgunblaðsins sem var á staðnum í gærkvöldi hafi séð þó nokkra detta á gönguleiðinni og einnig hafi hann rekist á léttklædda Íslendinga. Hefur björgunarsveitin Þorbjörn biðlað til fólks að koma vel búið þar sem gangan geti tekið allt að sex klukkustundir og sé um 14 kílómetrar.

Gossvæðið er hættulegt svæði

 Í tilkynningu lögreglu segir að flestir fari upp svonefnda leið A og sé það sú leið sem viðbragðsaðilar mæli með og beini fólki að.

„Mikilvægt að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega.   Lögregla varar fólk við að dvelja nálægt gosstöðvunum vegna gasmengunar.  Hætta eykst þegar vind lægir.  Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar.  Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“

Lögregla segir göngumönnum að klæða sig eftir veðri, muna eftir nesti og gæta þess að hafa farsíma með fullri hleðslu. Muna þurfi eftir höfuðljósum þegar fer að skyggja.

Lögregla mun í dag byrja að sekta þá sem leggja ólöglega við Suðurstrandaveg.

„Bílum skal lagt á merktum stæðum en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.  Frá og með deginum í dag mun lögregla sekta þá sem leggja ólöglega við Suðurstrandarveg.  Merkingar eru til staðar og fara ekki fram hjá ökumönnum!

Virkjuð hefur verið gasdreifingarspá, sjá https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Eru göngumenn hvattir til að fylgjast með vindátt og fréttaflutningi áður en lagt er af stað.

„Veðurspá fyrir sunnudag er slæm og ekki ólíklegt að komi til lokana inn á svæðið.  Það skýrist í dag og verður tilkynnt tímanlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“