fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Fréttir

Maður á sjötugsaldri setti upp ólöglega sírenu og blikkljós til að þykjast vera í forgangsakstri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. ágúst 2022 09:32

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni barst í ljós tilkynning um bifreið sem var ekið í Laugardal með forgangsljós sem reyndi ítrekað að aka á bifreið tilkynnanda. Önnur tilkynning barst svo síðar þar sem bifreiðinni var ekið fast upp að næstu bifreið og svo var kveikt á sírenu og blikkljósum og ekið á móti umferð.

Lögreglan hafði hendur í hári mannsins með ólöglegu forgangsljósin. Sá reyndist vera 65 ára gamall og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar ræddi lögregla við hann og var honum gert að fjarlægja ólöglegan neyðarbúnaðinn úr bifreiðinni.

Þetta kom fram í dagbók lögreglu.

Lögreglu barst einnig tilkynning um mann í annarlegu ástandi við airbnb íbúð í miðborginni. Er hann grunaður um að hafa brotið rúðu. Hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu.

Ungur ökumaður var stöðvaður á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði og reyndist hann án ökuréttinda. Raunar hafði hann aldrei hlotið ökuréttindi enda aðeins 13 ára gamall. Þrír farþegar voru í bifreiðinni og reyndust þeir fæddir 2007, 2008 og 2009. Var málið unnið með aðkomu foreldra og tilkynnt til barnaverndarnefndar. Drengirnir höfðu ekið frá Reykjanesbær og sögðust vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð.

 Um hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um hópasöfnun ungmenna í Elliðaárdal. Í fyrstu var talið að þar væru á bilinu 2-3 hundruð unglingar. Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum þar sem áfengi var hellt niður og hringt í foreldra. Þegar lögregla kom aftur á svæðið síðar reyndust fáir vera eftir og var þá svæðið rýmt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ók um á fjórum nagladekkjum og grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja

Ók um á fjórum nagladekkjum og grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír í haldi lögreglu vegna hnífaárásar í nótt

Þrír í haldi lögreglu vegna hnífaárásar í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Salman Rushdie stunginn ítrekað

Salman Rushdie stunginn ítrekað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perla klessti á bíl í Skeifunni – „Englar í mannsmynd!“

Perla klessti á bíl í Skeifunni – „Englar í mannsmynd!“