fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesskaga – 1,5 kílómetra frá Stóra-Hrút

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 13:33

Mynd/vefútsending mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga, frá þessu greinir mbl.is og segir þar að kvika hafi náð upp á yfirborð jarðar. Jarðeldar loga þar að nýju í fyrsta sinn frá því að gosi lauk í september við Fagradalsfjalla.

Gosið er staðsett þar sem áður hafði reykur hefur stigið upp frá jörðu. Frá því var greint í gær að yfirborðshiti væri að valda reyk sem steig frá jörðu skammt frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Einar Hjörleifsson, náttúruváfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við mbl.is í gær að verulegar líkur væru á að gos hæfist á næstu dögum.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í gær kom fram að kvika væri komin á 1 km dýpi frá yfirborði sem bæri merki um að gos væri væntanlegt. Það reyndist svona líka rétt því nú er aftur farið að gjósa.

Sjá einnig: Staðsetning eldgossins virðist hagstæð

Uppfært: 13:43.
Eldgosið er hafið úr 100 metra sprungu niður í Merardölum við Fagradalsfjall.

Hér fyrir neðan má sjá vefútsendingu mbl.is frá eldstöðvunum.

Uppfært: 13:51

Í tilkynningu frá Almannavörnum er fólk beðið um að fara með gát og forðast svæðið. Gosið er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi og er vísindafólk á leiðinni á staðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar að meta stöðuna.

„Gos er hafið á Reykjanesi. Staðsetning gossins er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi. Vísindafólk er á leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.

Fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á þessu svæði.“

Uppfært: 13:55 

Eldgosið er um 1,5 km norður af Stóra-Hrút og virðist jarðeldurinn koma upp um norðaustur suðvestur sprungu á þeim stað, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Við fyrstu skoðun virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Gas berst frá jarðeldunum og hafa almannavarnir verið upplýstar um eldgosið.

 

Fréttin verður uppfærð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu