fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fjórir til fimm skrifstofumenn ráðnir á Landspítalann á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. júlí 2022 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli nokkru fjaðrafoki í vikunni þegar hann viðraði hugmyndir um að fækka starfsmönnum á spítalanum í hagræðingaskyni. Nefndi hann þá sérstaklega að hann líti svo á að á sjúkrahúsinu vinni alltof margt fólk sem ekki þjónusta sjúklinga, og að skoða þurfi hvort millistjórnendur séu of margir.

Í kjölfarið hafa margir stigið fram í umræðuna og mótmælt afstöðu Björns. Formaður Félags lífeindafræðinga, Alda Margrét Hauksdóttir, sagðist furða sig á ummælum Björns. Lífeindafræðingar komi til að mynda ekki beint að umönnun sjúklinga en vinna þeirra skipti engu að síðu rmiklu máli, sem og annarra á spítalanum. Margar fagstéttir megi ekki við því að missa fólk, þar á meðal lífeindafræðingar en ekki hafi verið fjölgað um eitt einasta stöðugildi síðan 2013 í þeirra röðum þó svo að rannsóknum, sjúklingum og ferðamönnum hafi fjölga, þjónusta við alla hafi aukist og aldur fólks hafi hækkað.

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hugmyndir Björns óraunhæfar. Starfsmenn spítalans á stuðningssviðum létti undir með hjúkrunarfræðingur en nóg sé álagið á þeim nú þegar.

4-5 skrifstofumenn á móti hverjum klínískum starfsmanni

Björn mætti í Sprengisand í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann að ummæli hans hafi aðeins verið tekin úr samhengi og kryddi bætt við.

„Það hafa einhverjir kryddað svolítið það sem hefur verið sagt og svo um leið og það er hlaupin pólitík í þetta þá er sannleikurinn mjög fljótandi“

Tók hann fram að hann til dæmis líti ekki á það sem svo að lífeindafræðingar á sjúkrahúsinu séu ekki beint að sinna sjúklingum, það geri þeir vissulega með því að greina sýni þeirra svo dæmi séu tekin.

Björn var ráðgjafi heilbrigðisráðherra undanfarna mánuði og segir að undanfarin ár hafi hlutfallslega mun fleiri verið ráðnir inn á spítalann í skrifstofuvinnu heldur en í klínískt starf.

„Yfir fjögurra ára tímabil var það þannig að fyrir hvern klínískan starfsmann sem var ráðinn þá voru ráðnir 4-5 skrifstofumenn.“

Forgangsraða kjarnaþjónustu

Vissulega geti verið þörf fyrir skrifstofufólk en þegar staðan sé komin upp, líkt og á sjúkrahúsinu, þar sem þarf að hagræða, eða eins og Björn vill heldur líta á það – forgangsraða, þá sé eðlilegt að kjarnaþjónustan sé lögð í forgang yfir skrifstofuvinnuna.

Landspítalinn sé ekki eini spítalinn sem er kominn í erfiða stöðu. Margir spítalar í heiminum eigi nú um sárt að binda eftir covid faraldur og geti verið margar ástæður fyrir því. Skrifstofufólkið sé alveg að vinna góða vinnu og væri frábært að geta haldið störfum þeirra uppi – ef endalaust fjármagn stæði til boða. Staðan sé hins vegar sú að fjármagnið er ekki endalaust.

Björn og stjórnin taka þó enga endanlega ákvörðun heldur er það forstjóri spítalans. Stjórnin vinni hugmyndir og tillögur sem séu svo lagðar undir forstjórann.

Aðspurður hvort ekki geti verið erfitt að halda utan um og hafa yfirsýn um 6 þúsund manna vinnustað líkt og Landspítalann bendir Björn á móti á að karólínska sjúkrahúsið þar sem hann er forstjóri hefur yfir 15 þúsund starfsmenn og telur Björn sig hafa ágæta yfirsýn. Það hafi þó tekið vinnu og tíma að ná því fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis