fbpx
Mánudagur 26.september 2022
Fréttir

Segir íslömsk hryðjuverk ekki útilokuð á Íslandi og vill skoða auknar valdheimildir lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 13:30

Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er vikið að hryðjuverki sem framið var í Osló í Noregi um síðustu helgi. Skotárás var þá gerð inni á skemmtistað fyrir hinsegin fólk, létust tveir og 14 særðust. Gleðigöngunni í Osló sem fram átti að fara um síðustu helgi var frestað vegna glæpsins. Morgunblaðið segir:

„Ill­virk­inn Zani­ar Mata­pour sem drap tvo og særði 21 í Ósló um helg­ina er kom­inn í gæslu­v­arðhald og ein­angr­un og verður von­andi við sam­bæri­leg­ar aðstæður það sem eft­ir er. Það mun þó litlu breyta um sárs­auk­ann sem hann hef­ur valdið með til­efn­is­lausu ódæðis­verki sínu. Yf­ir­völd í Nor­egi telja verknaðinn „íslamskt hryðju­verk“ enda hafði Mata­pour verið í sam­bandi við kunn­an íslamsk­an öfga­mann og frá ár­inu 2015 verið á radarn­um hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni, PST, sem hafði þó ekki gripið til aðgerða gegn hon­um. Sú málsmeðferð er nú til at­hug­un­ar en vissu­lega er erfitt að meta hvenær og þá hvað á að gera við menn sem grunaðir eru um að aðhyll­ast slík öfga­sjón­ar­mið og of­beldi.“

Það er mat leiðarahöfundar að íslömsk hryðjuverk séu ekki útilokuð á Íslandi og er vísað í viðtal blaðsins við Runólf Þórhallsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjón í grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra:

„Í Morg­un­blaðinu í gær var rætt við Run­ólf Þór­halls­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjón í grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, um hryðju­verka­hættu hér á landi og mögu­leika lög­regl­unn­ar til að koma í veg fyr­ir hryðju­verk. Run­ólf­ur sagði að hætta hér á landi væri tal­in minni en í Nor­egi og Dan­mörku, meðal ann­ars vegna þess að hér væru ekki menn sem hefðu farið til að berj­ast með hryðju­verka­sam­tök­um í fjar­læg­um lönd­um og hefðu svo snúið heim aft­ur. Hætt­an væri þó fyr­ir hendi en ís­lenska lög­regl­an hefði minni rann­sókn­ar­heim­ild­ir en til dæm­is norska lög­regl­an. Hann sagði að væru heim­ild­ir lög­regl­unn­ar hér á landi rýmri væri hægt að meta stöðuna bet­ur og sagðist telja nauðsyn­legt að ræða heim­ild­ir lög­regl­unn­ar í breytt­um heimi.“

Hættan af slíkum hryðjuverkum er talin minni hér á landi en í Noregi og Danmörku en þó vera fyrir hendi. Leiðarahöfundur bendir á að ástandið geti breyst hratt þó að fólk telji sig búa í öruggu landi hér nú. Því sé ástæða til að huga að auknum valdheimildum lögreglu:

„Íslend­ing­um finnst þeir búa í ör­uggu landi og þannig hef­ur það verið. Það gæti þó verið að breyt­ast hratt og eng­in trygg­ing er fyr­ir því að við verðum áfram laus við óværu eins og þá sem frændþjóðir okk­ar hafa mátt lifa við. Að þessu verða stjórn­völd að huga og hluti af því er að meta hvaða heim­ild­ir lög­regl­an hef­ur til að fylgj­ast með mögu­leg­um hryðju­verka­mönn­um. Slík­ar heim­ild­ir eru vita­skuld eng­in trygg­ing fyr­ir því að hægt verði að stöðva ódæðis­menn­ina fyr­ir­fram, en þær auka þó lík­urn­ar á að ein­hverj­ir þeirra ná­ist í tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig

Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig
Fréttir
Í gær

„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins

„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins
Fréttir
Í gær

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd