fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Hin rafknúna riddaraliðssveit úkraínska hersins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 12:14

Úkraínski herinn hefur notað rafknúin mótorhjól með góðum árangri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumönnum hefur verið hrósað fyrir sköpunarhæfileika og hæfileika til að nota margvísleg tæki og vopn samtímis. Rafmagnsmótorhjól eru nú orðin hluti af búnaði hersins sem hefur staðið sig mun betur en nokkur átti von á í baráttunni við rússneska innrásarliðið.

Það eru tvö úkraínsk fyrirtæki sem framleiða rafmagnsmótorhjól fyrir herinn en þau voru upphaflega hönnuð fyrir almenna borgara. Þessi hjól hafa komið að góðum notum við að fylgjast með ferðum Rússa og til að koma lyfjum og öðrum nauðsynjum á áfangastað.

En hjólin eru einnig notuð til að gera árásir á rússneskar hersveitir og á þeim er hægt að flytja bresku NLAW flugskeytin sem geta eyðilagt skriðdreka. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Hjólin eru frá fyrirtækjunum Eleek og Delfast. Hjólin frá Eleek geta ekið allt að 150 km á einni hleðslu og ná allt að 90 km/klst. Hjólin frá Delfast geta ekið allt að 320 km á einni hleðslu og ná allt að 80 km/klst.

Það gerir hjólin sérstaklega gagnleg að þau eru hljóðlaus og því mun auðveldara að komast nær óvinunum. Þau hitna heldur ekki eins mikið og venjuleg mótorhjól og því erfiðara að sjá þau með hitaleitandi drónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“