fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ótrúlega bíræfinn þjófnaður á Snorrabraut í hádeginu – „Það er einhver að setjast inn í bílinn minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragna Gestsdóttir, blaðamaður á Birtingi, lenti óþægilegri óvenjulegri lífsreynslu í hádeginu í dag, er bíl var stolið af vinkonu hennar fyrir utan heimili Rögnu. Konurnar höfðu, ásamt ungum syni vinkonu Rögnu, verið í dálitlum verslunarleiðangri og er þær voru að bera vörur inn til Rögnu urðu þær varar við að ókunnugt fólk settist inn í bílinn, sem þær höfðu skilið eftir með lykilinn í kveikjulásnum.

„Vinkona mín segir: „Það er einhver að setjast inn í bílinn minn“ og ég sé að það er karlmaður með derhúfu að setjast í bílstjórasætið og kona sest inn farþegamegin. Síðan bakkar hann út úr stæðinu. Vinkona mín stendur fyrir framan bílinn og veifar út höndunum, að reyna að stoppa hann. Hann keyrir áfram eins og hann ætli að keyra hana niður og brunar síðan út Snorrabraut,“ segir Ragna í viðtali við DV.

Atvikið varð í hádeginu, nánar tiltekið kl. 12:20, og hringdi Ragna strax í lögregluna og lét lýsa eftir bílnum.

„Vinkona mín hringdi í bankann og lét loka öllum kortum. Við gátum gefið greinargóða lýsingu af bæði ökumanninum og farþeganum í bílnum,“ segir Ragna.

Um 20 mínútum síðar fréttir vinkonan að síminn hennar, sem var í bílnum, hafi fundist á horni Snorrabrautar og Flókagötu. En auk þess skildi konan eftir veski sitt með öllum kortum í bílnum, fartölvu sína, skólatösku sonar síns og fleira dót. Enda stóð aldrei til að gera nema örstutt stans á meðan vörurnar væru bornar inn í hús.

„Hún býr í Grindavík og er núna bíllaus þangað til bíllinn finnst aftur, vonandi í lagi,“ segir Ragna.

Um er að ræða bíl af gerðinni Hyundai i20, árgerð 2017, bláan að lit. Samskonar bíll er á mynd sem fylgir fréttinni.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

UPPFÆRT – BÍLLINN ENDURHEIMTUR:

Síðdegis fannst bíllinn og er aftur kominn í hendur eiganda síns. Auk þess voru allar eigur eigandans óhreyfðar í bílnum, þar á meðal fartölva og greiðslukort. Ragna og vinkona hennar vilja koma á framfæri þakklæti til lögreglunnar fyrir snögg viðbrögð og frábær vinnubrögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“