fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Blaðamenn í hár saman út af umræðu um KR – „Hvaða kjaftæði er þetta?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. maí 2022 18:26

Freyr Rögnvaldsson (t.v.) og Höskuldur Kári Schram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru heitar tilfinningar í boltanum eins og áhugafólk um enska boltann upplifði eflaust í dag. En það þarf ekki enska boltann til að vekja geðshræringu og hörð skoðanaskipti, íslenski boltinn dugar alveg til þess.

Í vikunni vakti nokkra athygli þegar Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, mætti í ræðustól Alþingis klædd Valstreyju. Um kvöldið léku Valsmenn og Tindastóll oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valur sigraði og hampaði titilinum.

Margir höfðu gaman af uppátæki Helgu Völu en sumir hneyksluðust og sögðu þennan klæðaburð vera óvirðingu við Alþingi. Hinir hneyksluðu voru flestir eða allir KR-ingar. KR hefur átt gríðarlega góðu fylgi að fagna í körfubolta karla þar til alveg undir það síðasta en nú á sér stað endurnýjun hjá félaginu. Valsarar unnu hins vegar þarna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 39 ár. Nokkrir lykilmenn í þessu sigurliði Vals eru fyrrverandi leikmenn KR. Það svíður sumum KR-ingum.

Knattspyrnuliði KR í meistaraflokki karla vegnar líka oft vel en liðið varð Íslandsmeistari síðast árið 2019. Mörgum líst hins vegar ekki á blikuna með liðið í vor. Á laugardag gerði liðið jafntefli við Leikni á heimavelli og var heppið að sleppa með eitt stig úr viðureigninni. Fyrir utan slakan leik liðsins fór dræm aðsókn á leikinn fyrir brjóstið á sumum heitum KR-ingum, en aðeins rúmlega 600 manns mættu á leikinn.

Við þetta er að bæta að meistaraflokksliði kvenna hjá KR hefur gengið mjög illa í vor og aðsókn á leiki liðsins er mjög lítil.

„Er þér til minnkunar“

Ofansagt er forsagan að hörðum orðaskiptum (en þó undirniðri í léttum dúr) sem áttu sér stað í íbúahópi Vesturbæinga á laugardag. Málshefjandi var Höskuldur Kári Schram, blaðamaður og heitur stuðningsmaður og sjálfboðaliði KR. Höskuldur hvatti Vesturbæinga til að mæta á leiki liðsins um leið og hann hnýtti örlítið í Helgu Völu fyrir uppátæki hennar:

„Kæru Vesturbæingar. Við eigum eitt lið hérna í Vesturbænum sem heitir KR. Lið sem býður upp á fleiri íþróttir en nokkuð annað félag á Reykjavíkursvæðinu og þó víða væri leitað. Þangað hafa börnin okkar sótt æfingar og þarna vonandi þroskast hæfileikar sem hjálpa út lífið. Það eru vonbrigði að sjá mætingu á heimaleiki í fótbolta karla og kvenna í sumar. Við eigum auðvitað að styðja liðið okkar. Jafnvel þó að þingmaður (sem á að vera fulltrúi allra Reykvíkinga) mæti í ræðustól Alþingis klæddur í Valstreyju. Það eitt og sér á að vera okkur hvatning til þess að styðja liðið okkar enn betur. Ég vonast til að sjá ykkur sem flest í stúkunni í sumar. Áfram KR!“

Freyr Rögnvaldsson, blaðamaður, Þórsari og Vesturbæingur, er ekki vanur að skafa utan af því þegar hann leggur orð í belg og hann svaraði færslu Höskuldar svo:

„Hvaða kjaftæði er þetta? Ég er búinn að búa í Vesturbænum í ríflega áratug, tel mig Vesturbæing en ég er líka bæði Skagfirðingur og Akureyringur. Börnin mín hafa alist upp, og eru að alast upp, sem KR-ingar. Engu að síður held ég með Þór Akureyri í fótbolta og Tindastól í körfubolta. Þingmaðurinn sem þú vísar til ólst upp á heimili þar sem Fram var stutt og nú styður hún Val. Fólk styður bara það lið sem það kýs að styðja, óháð búsetu, og það er þér til minnkunar að draga það inn í umræðu um þá staðreynd að stuðningsmenn KR mættu gjarnan girða sig í brók og styðja sitt lið, kæri kollegi.“

Þess má geta að Freyr er tengdasonur Helgu Völu. Höskuldur svaraði Frey og sagðist ekki vera að blanda neinu saman:

„Ég er ekki að blanda neinu saman. Mér finnst þú vera heldur orðdjarfur í þínum svörum gagnvart mér. Hef ég þó reynt að vera kurteis og vil ekki halda þessari samræðu áfram. Punktur minn var að KR-ingar ættu að styðja lið sitt betur. Númer tvö að mér finnst óeðlilegt að þingmaður Reykvíkinga mæti í ræðustól Alþingis Íslendinga og lýsi yfir stuðningi við eitt ákveðið lið. Það er óeðlilegt að mínu mati.“

Af þessum orðaskiptum spratt líflega umræða um viðeigandi klæðaburð þingmanna, hvort Vesturbæingar séu upp til hópa KR-ingar og um fjölbreytni eða fábreytni íþróttagreinaúrvals KR.

Loftur Þorsteinsson kemur Höskuldi til varnar og segir:

 „Ég get ekki séð að þetta sé mikið kjaftæði hjá honum. Maðurinn er bara að hvetja Vesturbæinga til að vera duglegri að mæta og styðja hverfisliðið. Þú virðist taka því þannig að hann sé að banna íbúum Vesturbæjar að halda með öðrum liðum Og persónulega fannst mér þessi umræddi þingmaður vanvirða Alþingi með þessari ósmekklegu múnderingu sinni… en það er bara af því að það var Valstreyja!  Áfram KR!!“

Jón Ólafsson tónlistarmaður segir:

„Auðvitað eiga KR-ingar að styðja sitt hverfislið. En mér gæti ekki verið meira sama um hvort þingmenn vilji vera í íþróttatreyjum á alþingi. Held það kjósi þá enginn útfrá stuðningi þeirra við ákveðin íþróttafélög. Og Helga Vala er jafn frábær í sínum störfum finnst mér þó hún haldi með Val. Truflar mig nákvæmlega ekki neitt! Lifi Þróttur!“

Rannveig Tenchi, varaborgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir hins vegar aðfinnslur Höskuldar að klæðaburði Helgu Völu:

„Ég er nú alls engin boltamanneskja (og fylgist ekki með liðunum) en ég verð að taka undir með þeim hér sem benda á að það sé langsótt og hreinlega undarlegt að hafa skoðun á því hvort og hvenær kjörnir fulltrúar klæðast treyjum þeirra liða sem þau styðja…“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni