fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Biden óttast að Pútín eigi enga leið út úr stríðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 07:03

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði fjáröflunarsamkomu á vegum Demókrata í Washington DC í gærkvöldi. Þar sagðist hann óttast að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé ekki með neina áætlun um hvernig hann geti komist út úr stríðinu í Úkraínu. „Ég er að reyna að finna út hvað við getum gert í því,“ sagði Biden meðal annars.

Sky News segir að Biden hafi sagt að Pútín hafi talið að innrásin myndi kljúfa NATÓ og Evrópusambandið. En þvert á móti hafi Bandaríkin og mörg Evrópuríki sameinast um að standa þétt að baki Úkraínu og hafi samstaða þeirra aukist við innrásina.

Pútín hefur lengi kvartað undan því sem hann telur vera laumuspil NATÓ við að þokast nær Rússlandi með því að vinna með ríkjum sem tilheyrðu Sovétríkjunum áður. Úkraína og vestrænir bandamenn landsins hafa alltaf þvertekið fyrir að Rússlandi stafi ógn af þeim.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í gær að reikna megi með að umsóknarferli Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu muni hugsanlega taka marga áratugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist