fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

64 mál vegna ofbeldis og áreitni í íþróttum inn á borð íBR – Voru 9 árið áður

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 10. maí 2022 13:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árinu 2021 komu 64 mál inn á borð til Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR. Á árinu 2020 komu níu mál inn á borð til ÍBR og árið 2019 voru málin fjögur. Fjölgunin er því gríðarleg.

Algengast var að um andlegt ofbeldi væri að ræða, eða í 19 tilfellum, en næst algengast var kynferðisleg áreitni, eða í 15 tilfellum. Þar á eftir koma níu mál vegna kynferðislegs ofbeldis, níu mál vegna líkamlegs ofbeldis, átta mál vegna eineltis og fjögur sem flokkast undur „annað.“

Þetta kemur fram í ársskýrslu ÍBR sem kom út í dag.

„Þessi mikla aukning í málafjölda má rekja til útgáfu bæklingsins  „Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum“. Í bæklingnum eru meðal annars skýrir verkferlar um hvað skal gera ef upp koma mál. Bæklingurinn hefur verið kynntur fyrir aðildarfélögum ÍBR og gætt þess að félögin fylgi verkferlum ÍBR,“ segir í ársskýrslunni.

Hér má nálgast bæklinginn „Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum“

Á árinu 2021 var kostnaður við þessi 64 ofbeldismál 797.259 kr. Allir þeir fagaðilar sem vinna fyrir ÍBR í þessum málaflokki gefa afslátt af vinnu sinni eða gefa vinnu sína. Kostnaður við þennan málaflokk hefði verið rúmar í 5.000.000 hefðu fagaðilarnir ekki gefið afslátt eða gefið sína vinnu.

„Hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur geta aðildarfélög ÍBR og iðkendur í aðildarfélögum ÍBR fengið ráðgjöf og aðstoð fagaðila án endurgjalds hafi þeir orðið fyrir, fengið vitneskju eða orðið vitni að ofbeldi eða áreitni í íþróttum. Íþróttabandalag Reykjavíkur er með fagaðila á sínum snærum sem koma inn í öll mál sem koma inn á borð ÍBR. Þeir fagaðilar sem að aðstoða ÍBR eru lögfræðingar, sálfræðingar, kynjafræðingar og félagsráðgjafar. Mikilvægt er að fá óháðan fagaðila inn í öll mál til að gæta hlutleysis og sinna málinu á faglegan hátt,“ segir í skýrslunni.

Í umræddum bæklingi má meðal annars finna siðareglur ÍBR gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi í íþróttum:

  1. Komdu fram við alla af virðingu og forðastu öll samskipti, athafnir eða hegðun sem gæti sært eða móðgað.
  2. Forðastu líkamlega snertingu sem gæti valdið vanlíðan eða óþægindum.
  3. Forðastu orðaskipti sem gætu verið túlkuð sem kynferðisleg.
  4. Forðastu að segja eitthvað, grínast með eitthvað eða láta í ljós skoðanir sem eru niðrandi varðandi kyn og kynhneigð annarra.
  5. Forðastu að vera ein/einn með iðkanda eða öðrum einstaklingi sem þú ert í valdastöðu yfir.
  6. Haltu þig í faglegri fjarlægð frá iðkanda og öðrum aðilum sem þú ert í valdastöðu yfir. Sýndu ábyrgð í samskiptum.
  7. Forðastu að eiga samskipti í gegnum síma og samskiptasíður á internetinu nema í tengslum við íþróttastarfið.
  8. Forðastu ástarsamband eða kynferðislegt samband við iðkanda og aðra aðila sem þú ert í valdastöðu yfir ef þú ert þjálfari, stjórnarmaður, starfsmaður, sjálfboða- liði, í heilbrigðisteymi eða annarri valdastöðu. ◦ Hvers kyns kynferðislegt samneyti þjálfara við iðkanda sem er yngri en 18 ára er með öllu óheimilt.◦ Ef þjálfari á í ástarsambandi eða kynferðislegu sambandi við sjálfráða iðkanda skal hann láta framkvæmdastjóra/ formann íþróttafélagsins vita af því strax.
  9. Misnotaðu ekki valdastöðu þína í kynferðislegum tilgangi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð