fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Hrottalegar árásir unglings – Glerflaska í andlitið fyrir utan Hagkaup Spönginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. maí 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem rétt nýlega er orðinn 18 ára hefur verið ákærður fyrir fimm afbrot sem hann framdi er hann var 16 og 17 ára. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en DV hefur ákæruna í málinu undir höndum.

Ungi maðurinn er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás að Þrastarhöfða í Mosfellsbæ um mitt sumar 2020. Er hann sagður hafa veist að manni með ítrekuðum hnefahöggum svo hann féll við. Er hann þá sagður hafa stappað ofan á höfði hans og slegið hann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið þar sem hann lá. Brotaþolinn hlaut mar, bólgur, eymsli og yfirborðsáverka víða á höfði, 2 cm skurð á ytra eyra hægra megin, blæðingu inn á vinstra eyra, rof á hljóðhimnu og augntóftargólfsbrot á vinstra auga.

Árás fyrir utan Hagkaup í Spönginni

Maðurinn er ennfremur ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás „með því að hafa að kvöldi föstudagsins 3. desember 2021, fyrir utan verslunina Hagkaup við Spöngina 25 í Reykjavík, kastað glerflösku í andlit V, svo flaskan brotnaði, með þeim afleiðingum að V hlaut litla skurði víðsvegar á enni og þreifieymsli yfir nefbeini,“ eins og segir í ákæru.

Maðurinn er síðan sakaður um fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot og einnig alvarlegt brot gegn valdstjórninni en hann viðhafði svívirðilegt orðbragð við lögreglukonu auk þess að hrækja á lögregluþjón og sparka í lögreglubíl. Þetta er orðað svo í ákærunni:

„Brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 1. október 2021, við Austurstræti í Reykjavík, sparkað í lögreglubifreið nr. 414 og í lögreglubifreið á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu, hrækt á lögreglumann nr. H-1493, sem var þar við skyldustörf, þannig að hrákinn endaði á ermi við olnboga og haft í hótunum við sama lögreglumann og lögreglumann nr. 1918, með eftirfarandi orðum: „Oh. þú ert svo sæt í andlitinu ég mun fokking nauðga andlitinu þín“ „Ógeðslega fokking mellan þín ég mun fokking nauðga þér í fokking rassgatið“ „Haltu fokking kjafti eða ég mun fokking ríða þér í fokking rassgatið““

Þess er krafist að pilturinn verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar. Einnig er krafist upptöku á fíkniefnum sem fundust í fórum hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT