fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Örn sakfelldur fyrir að hafa stolið milljónum frá Landspítalanum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. maí 2022 08:30

Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn Þorvarðarson, fyrrverandi skrifstofustjóri Læknaráðs Landspítalans, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir milljóna fjárdrátt fyrir læknaráðinu. RÚV greinir frá þessu en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna.

DV greindi frá málinu eftir ákæru. Örn var sakaður um að hafa dregið sér rúmlega 4,1 milljón króna af fjármunum starfs- og gjafasjóðs læknaráðs Landspítalans á árunum 2012 til 2016.  Millifærslurnar voru allar skráðar í ákæru og eru samtals 34 talsins. Lægsta upphæðin nemur 55 þúsund krónum og sú hæsta tæplega 600 þúsund.

Samkvæmt RÚV játaði Örn sök en krafðist sýknu þar sem málið væri fyrnt en hann var kærður til lögreglu árið 2019. En samkvæmt héraðsdómi fyrnist brot af þessu tagi á 10 árum.

Örn var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Landspítalanum 2,5 milljónir króna í skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT