Roma tók á móti Leicester í Sambandsdeildinni í gær en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Tammy Abraham kom Roma yfir strax á 11. mínútu leiksins en hann hefur verið í fantaformi á leiktíðinni. Leicester var meira með boltann í fyrri hálfleiknum en heimamenn voru hættulegri.
Ekkert mark var skoraði í seinni hálfleik og var mark Tammy Abraham það sem skildi liðin að í dag. Roma mun því leika til úrslita í Sambandsdeildinni.
Um er að ræða fyrsta úrslitaleik Roma í Evrópu í yfir 30 ár en Jose Mourinho stjóri liðsins brast í grát að leik loknum.
Mourinho crying as Roma advanced to the finals is just ❤️ pic.twitter.com/Oa9270afYB
— DaddyStroll (@deoraayush25) May 6, 2022